Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir. Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. Þetta var rifjað upp í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Á Stöð 2 í vikunni var rætt við Jóhannes Einarsson verkfræðing um Loftleiðaævintýrið en Jóhannes vann hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum til ársins 1978 þegar hann færði sig yfir til Cargolux í Lúxemborg.Jóhannes Einarsson verkfræðingur.Stöð 2/Einar Árnason.Í viðtalinu kom fram að fyrsta verkefni Jóhannesar hjá Loftleiðum árið 1962 var að hafa umsjón með byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. „Ég byrja ´62 og þá sá ég um byggingarnar, sem var skrifstofubyggingin og það sem átti að verða flugstöð,“ sagði Jóhannes. Þetta var byggingin sem á endanum varð Loftleiðahótelið. Á þessum tíma fór allt millilandaflug Íslendinga um Reykjavíkurflugvöll en nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar lagði til um þetta leyti að nýr flugvöllur yrði gerður á Álftanesi.Fram til ársins 1964 fór nær allt millilandaflug íslensku flugfelaganna frá Reykjavík. Fjær má sé DC-6 vél frá Flugfelagi Íslands en nær eru tvær DC-6 vélar Loftleiða.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, segir í æviminningum sínum, sem Jakob F. Ásgeirsson skráði, að Loftleiðamenn hafi talið Álftanes besta kostinn fyrir framtíðarvöll Reykjavíkur. Flugvallargerð þar hafi á þeim tíma verið talin þjóðarbúinu ofviða. Einnig hafi verið rætt um að lengja tvær brautir Reykjavíkurflugvallar um 400 metra út í Skerjafjörð og buðust Loftleiðir í lok árs 1962 til að lána ríkinu fyrir lengingu brautanna. Alfreð segir það þó hafa verið skoðun þeirra að þrátt fyrir lengingu væri Reykjavíkurflugvöllur ófullnægjandi í framtíðinni.Loftleiðavél, Rolls Royce-400, yfir Skerjafirði með Reykjavíkurflugvöll í baksýn.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.Alfreð segir Loftleiðamenn hafa eindregið mælt gegn því að miðstöð íslenskra flugmála yrði flutt suður til Keflavíkurflugvallar og talið að flugvöllur ætti ekki að vera lengra en 20 kílómetra frá borginni.Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða.Þegar nýju Rolls Royce 400 vélarnar voru teknar í notkun, af gerðinni Canadair CL-44, sem kröfðust lengri brauta, og hvorki fékkst í gegn Álftanesflugvöllur né brautalenging í Reykjavík, neyddust Loftleiðamenn árið 1964 til að flytja til Keflavíkur. Alfreð segir að það hafi verið samgönguráðherrann Ingólfur á Hellu sem tekið hafi af skarið. Hann hafi ákveðið að flýta lagningu steinsteypts vegar til Keflavíkur svo millilandaflugið gæti með tímanum flust þangað. Byggingin sem upphaflega átti að verða flugstöð Reykjavíkur fékk nýtt hlutverk: Hún varð Hótel Loftleiðir. Rolls Royce-Loftleiðavél við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Loftleiðamenn töldu að millilandaflugvöllur Reykjavíkur ætti ekki að vera lengra en 20 km frá borginni.Mynd/Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir.
Tengdar fréttir Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15
Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar. 19. apríl 2017 21:30