Frábært ár eiganda Golden State Warriors gæti orðið enn betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 23:00 Peter Guber fagnar NBA-titli með meðeigandanum og stjörnuleikmanninujm Steph Curry. Vísir/Getty Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira