Kvenfangar segja fyrstu vikurnar á Hólmsheiði hafa verið erfiðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2017 20:00 Kvenfangar í fangelsinu á Hólmsheiði segja fyrstu vikurnar í nýja fangelsinu þar hafa verið erfiðar. Þær séu oft eirðarlausar og vanti eitthvað að gera. Hátt í átta hundruð manns hafa skráð sig í Fangahjálpina, sem er hópur fyrir þá sem vilja veita föngum aðstoð. Aðstæður kvenfanga á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni uppá síðkastið en í fangelsinu á Hólmsheiði afplána nú sex konur. Fangelsið var nýlega tekið í notkun en þar er pláss fyrir 56 fanga. Nýlega var Facebook-síðan Fangahjálpin stofnuð af stjórnarmanni Afstöðu, félags fanga, vegna áhyggja af því að fangar á Hólmsheiði hefðu lítið að gera og væru þar í algjöru reiðuleysi. Í dag er meðlimir á síðunni hátt í 800 og hafa fjölmargir boðið fram sína aðstoð meðal annars með gjöfum, námskeiðahaldi og ýmsu öðru sem getur orðið föngum til betrunar.Andrúmsloftið annað en á Akureyri Mirjam Foekje van Twuijver er ein þeirra sem afplánar nú á Hólmsheiði. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir konurnar að flytja á Hólmsheiðina. Andrúmsloftið sé annað en í fangelsinu á Akureyri. Mirjam segir að það sé ekki nógu mikið að gera á daginn og að konurnar upplifi oft mikið eirðarleysi. Hún útskýrir að þann tíma sem hún hafi verið í fangelsi sjái hún sömu konur koma inn aftur og aftur. Mirjam segir að það sé mun erfiðara fyrir konur en karla að fá að fara í opin fangelsi. Það sé því lítil hvatning fyrir konurnar að standa sig vel. Konurnar sem fréttamaður ræddi við á Hólmsheiði eru sammála Mirjam um að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta. Allar eru þær sammála um að þó það séu störf í boði, þyrftu þau að vera fjölbreyttari og meira krefjandi. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, segist ekki geta tekið undir það að fangarnir séu í reiðuleysi. Reiðuleysi snúist ekki endilega alltaf um það hvort boðið sé uppá eitthvað heldur hvort fólk vilji taka þátt í því. Til að mynda hafi eins ein kona mætt í jóga-tíma sem var í boði í dag.Hægt er að sjá viðtal við Mirjam og Guðmund í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Kvenfangar í fangelsinu á Hólmsheiði segja fyrstu vikurnar í nýja fangelsinu þar hafa verið erfiðar. Þær séu oft eirðarlausar og vanti eitthvað að gera. Hátt í átta hundruð manns hafa skráð sig í Fangahjálpina, sem er hópur fyrir þá sem vilja veita föngum aðstoð. Aðstæður kvenfanga á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni uppá síðkastið en í fangelsinu á Hólmsheiði afplána nú sex konur. Fangelsið var nýlega tekið í notkun en þar er pláss fyrir 56 fanga. Nýlega var Facebook-síðan Fangahjálpin stofnuð af stjórnarmanni Afstöðu, félags fanga, vegna áhyggja af því að fangar á Hólmsheiði hefðu lítið að gera og væru þar í algjöru reiðuleysi. Í dag er meðlimir á síðunni hátt í 800 og hafa fjölmargir boðið fram sína aðstoð meðal annars með gjöfum, námskeiðahaldi og ýmsu öðru sem getur orðið föngum til betrunar.Andrúmsloftið annað en á Akureyri Mirjam Foekje van Twuijver er ein þeirra sem afplánar nú á Hólmsheiði. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir konurnar að flytja á Hólmsheiðina. Andrúmsloftið sé annað en í fangelsinu á Akureyri. Mirjam segir að það sé ekki nógu mikið að gera á daginn og að konurnar upplifi oft mikið eirðarleysi. Hún útskýrir að þann tíma sem hún hafi verið í fangelsi sjái hún sömu konur koma inn aftur og aftur. Mirjam segir að það sé mun erfiðara fyrir konur en karla að fá að fara í opin fangelsi. Það sé því lítil hvatning fyrir konurnar að standa sig vel. Konurnar sem fréttamaður ræddi við á Hólmsheiði eru sammála Mirjam um að það sé ýmislegt sem þurfi að bæta. Allar eru þær sammála um að þó það séu störf í boði, þyrftu þau að vera fjölbreyttari og meira krefjandi. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, segist ekki geta tekið undir það að fangarnir séu í reiðuleysi. Reiðuleysi snúist ekki endilega alltaf um það hvort boðið sé uppá eitthvað heldur hvort fólk vilji taka þátt í því. Til að mynda hafi eins ein kona mætt í jóga-tíma sem var í boði í dag.Hægt er að sjá viðtal við Mirjam og Guðmund í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira