„Ég get núna sagt að ég hitti hinn eina, sanna Captain Kirk” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2017 19:30 Sveinn og Shatner í góðum gír. Mynd / Úr einkasafni „Shatner var hið mesta yndi og rosa hress miðað við að hann er orðinn 86 ára gamall. Sviðsframkoma hans er eitthvað sem fólk verður að upplifa sjálft á meðan hann er enn fær um að koma fram,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, verslunarstjóri Nexus. Sveinn brá sér ráðstefnuna For the Love of Sci-fi sem haldin var í Manchester á Englandi fyrir stuttu með eiginkonu sinni, Katrínu Hólm Árnadóttur. Ráðstefnan er, eins og nafnið gefur til kynna, Mekka aðdáenda Sci-fi um heim allan. Margar stórstjörnur sóttu ráðstefnuna og datt Sveinn svo sannarlega í lukkupottinn þegar hann hitti og spjallaði við leikarann William Shatner sem er hvað þekktastur fyrir að leika Captain Kirk í Star Trek. „Karlinn er bráðsnjall og fullur af skemmtilegum sögum. Það var mjög sérstök upplifun að tala við hann á einni af uppákomunum á ráðstefnunni,“ segir Sveinn um Shatner og heldur áfram. Þeir félagarnir höfðu um margt að tala.Vísir / Úr einkasafni „Við sátum og ræddum ást mína og hans á Star Trek, sem er mikil, Ísland og þá aðallega íslenska víkinga, sem hann var nýkominn með bók um og spyrði hann mig álitis á þeirri bók. Ég var auðvitað svo stressaður og uppfullur af aðdáun að ég gat ekki annað en bara brosað og mælti með að hann skyldi koma til Íslands og kynnast landi og þjóð, sem hann hyggst gera. Ég fékk svo nokkrar góðar myndir með honum, kvaddi hann með kröftugu handabandi og lenti svo í því að staldra lengur hjá honum og taka myndir af honum með öðru fólki. Hann vildi bara hafa mig með sem ljósmyndara á svæðinu en það var allt í gamni,“ segir Sveinn og hlær, enn í skýjunum eftir ráðstefnuna. „Ég get núna sagt að ég hitti hinn eina, sanna Captain Kirk sem gladdi mig og konu mína mikið.“ Ströng gæsla á ráðstefnunni.Vísir / Úr einkasafni Alæta á vísindaskáldskap Sveinn hefur lengi dýrkað William Shatner, ekki eingöngu úr Star Trek. „Ég hef ávallt haldið upp á William Shatner þar sem ég er forfallinn Star Trek-aðdáandi. Captain Kirk er minn kafteinn og finnst mér eldri seríurnar af Star Trek með skemmtilegri sjónvarpseríum frá þessu tímabili, þá aðallega hversu framúrstefnulegar þær voru í framtíðarhugsun og framleiðslu. Ef mig vantar eitthvað létt og ljúft að horfa á eða hafa í gangi á meðan ég er að dunda mér heima fyrir þá set ég klassískan Star Trek-þátt í gang. Ég geri ekki uppá milli Star Wars, Star Trek, Original Series eða Next Generation, Kirk vs. Picard, ég er alæta á vísindaskáldskap og þetta eru allt hetjur mínar. En Willim Shatner stendur smá uppúr, enda hefur hann einnig farið á kostum í öðrum hlutverkum. Hver man ekki eftir T.J. Hooker og Danny Crane?“ segir Sveinn. Ekki amalegt að hitta þessa stórstjörnu.Mynd / Úr einkasafni Hitti líka Hasselhoff og Lundgren Sveinn hefur farið á margar ráðstefnur í gegnum tíðina vegna vinnu sinnar en hann hefur verið verslunarstjóri Nexus í áratug. For the Love of Sci-fi er þó fyrsta ráðstefnan sem hann fer á sem er stjörnum prýdd, og fékk hann að hitta fleiri stórstjörnur en Shatner. „Ég ákvað að gerast djarfur og fá mér svona „All access“-miða á ráðstefnuna sem gerði mér kleift að hitta nokkrar stjörnur sem voru þarna á „Meet and great”-uppákomum. Það var ekki amalegur hópur sem var þarna, allt frá stórstjörnum á borð við David Hasselhoff, William Shatner, Dolph Lundgren, Ernie Huddson, til stjarna sem eru þekktar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eins og Billy Dee Williams (Lando í Star Wars), Casper Van Dien (Starshiptroopers), Zack Galligan (Gremlins) og Ian McDiarmid (Emperor Palpatine í Star Wars),“ segir Sveinn, en hann átti gott spjall við bæði Casper Van Dien og Zack Galligan. „Þeir hafa báðir komið til Íslands og vonandi ef allt gengur upp munu þeir hugsanlega heimsækja okkur aftur á einhvern viðburð sem haldinn verður í Reykjavík á næsta ári. Ég segi ekki meira um það,“ segir Sveinn, en hann skipuleggur nú fyrstu aðdáendaráðstefnuna á Íslandi sem heitir MIDGARD 2018, ásamt öðrum. „Það er „All-inclusive fan convention“. Við munum bjóða uppá svipaða stemningu sem fyrirfinnst á slíkum ráðstefnum erlendis. Þarna verða í boði viðburðir og kynning á tölvuleikjum, spilum, bókmenntum, búningagerð, varningur, gestir tengdir kvikmyndum, myndasögum, sjónarpsþáttum og fleira af þessu tagi,“ segir Sveinn. MIDGARD 2018 verður haldin helgina 15.-16. september í Laugardalshöll og er nú þegar búið að tilkynna nokkra gesti. „Við erum nú þegar búin að kynna nokkara gesti, til dæmis Dan Abnett, rithöfund, Brian Muir, Star Wars-búningahönnuð og Nick Jameson, raddleikara. Þessi hópur á bara eftir að stækka og vona ég að ferð mín til Manchester á For the Love of Sci-fi muni bera ávöxt sem mun kæta alla sem ætla að mæta á MIDGARD 2018.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira
„Shatner var hið mesta yndi og rosa hress miðað við að hann er orðinn 86 ára gamall. Sviðsframkoma hans er eitthvað sem fólk verður að upplifa sjálft á meðan hann er enn fær um að koma fram,“ segir Sveinn Ólafur Lárusson, verslunarstjóri Nexus. Sveinn brá sér ráðstefnuna For the Love of Sci-fi sem haldin var í Manchester á Englandi fyrir stuttu með eiginkonu sinni, Katrínu Hólm Árnadóttur. Ráðstefnan er, eins og nafnið gefur til kynna, Mekka aðdáenda Sci-fi um heim allan. Margar stórstjörnur sóttu ráðstefnuna og datt Sveinn svo sannarlega í lukkupottinn þegar hann hitti og spjallaði við leikarann William Shatner sem er hvað þekktastur fyrir að leika Captain Kirk í Star Trek. „Karlinn er bráðsnjall og fullur af skemmtilegum sögum. Það var mjög sérstök upplifun að tala við hann á einni af uppákomunum á ráðstefnunni,“ segir Sveinn um Shatner og heldur áfram. Þeir félagarnir höfðu um margt að tala.Vísir / Úr einkasafni „Við sátum og ræddum ást mína og hans á Star Trek, sem er mikil, Ísland og þá aðallega íslenska víkinga, sem hann var nýkominn með bók um og spyrði hann mig álitis á þeirri bók. Ég var auðvitað svo stressaður og uppfullur af aðdáun að ég gat ekki annað en bara brosað og mælti með að hann skyldi koma til Íslands og kynnast landi og þjóð, sem hann hyggst gera. Ég fékk svo nokkrar góðar myndir með honum, kvaddi hann með kröftugu handabandi og lenti svo í því að staldra lengur hjá honum og taka myndir af honum með öðru fólki. Hann vildi bara hafa mig með sem ljósmyndara á svæðinu en það var allt í gamni,“ segir Sveinn og hlær, enn í skýjunum eftir ráðstefnuna. „Ég get núna sagt að ég hitti hinn eina, sanna Captain Kirk sem gladdi mig og konu mína mikið.“ Ströng gæsla á ráðstefnunni.Vísir / Úr einkasafni Alæta á vísindaskáldskap Sveinn hefur lengi dýrkað William Shatner, ekki eingöngu úr Star Trek. „Ég hef ávallt haldið upp á William Shatner þar sem ég er forfallinn Star Trek-aðdáandi. Captain Kirk er minn kafteinn og finnst mér eldri seríurnar af Star Trek með skemmtilegri sjónvarpseríum frá þessu tímabili, þá aðallega hversu framúrstefnulegar þær voru í framtíðarhugsun og framleiðslu. Ef mig vantar eitthvað létt og ljúft að horfa á eða hafa í gangi á meðan ég er að dunda mér heima fyrir þá set ég klassískan Star Trek-þátt í gang. Ég geri ekki uppá milli Star Wars, Star Trek, Original Series eða Next Generation, Kirk vs. Picard, ég er alæta á vísindaskáldskap og þetta eru allt hetjur mínar. En Willim Shatner stendur smá uppúr, enda hefur hann einnig farið á kostum í öðrum hlutverkum. Hver man ekki eftir T.J. Hooker og Danny Crane?“ segir Sveinn. Ekki amalegt að hitta þessa stórstjörnu.Mynd / Úr einkasafni Hitti líka Hasselhoff og Lundgren Sveinn hefur farið á margar ráðstefnur í gegnum tíðina vegna vinnu sinnar en hann hefur verið verslunarstjóri Nexus í áratug. For the Love of Sci-fi er þó fyrsta ráðstefnan sem hann fer á sem er stjörnum prýdd, og fékk hann að hitta fleiri stórstjörnur en Shatner. „Ég ákvað að gerast djarfur og fá mér svona „All access“-miða á ráðstefnuna sem gerði mér kleift að hitta nokkrar stjörnur sem voru þarna á „Meet and great”-uppákomum. Það var ekki amalegur hópur sem var þarna, allt frá stórstjörnum á borð við David Hasselhoff, William Shatner, Dolph Lundgren, Ernie Huddson, til stjarna sem eru þekktar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eins og Billy Dee Williams (Lando í Star Wars), Casper Van Dien (Starshiptroopers), Zack Galligan (Gremlins) og Ian McDiarmid (Emperor Palpatine í Star Wars),“ segir Sveinn, en hann átti gott spjall við bæði Casper Van Dien og Zack Galligan. „Þeir hafa báðir komið til Íslands og vonandi ef allt gengur upp munu þeir hugsanlega heimsækja okkur aftur á einhvern viðburð sem haldinn verður í Reykjavík á næsta ári. Ég segi ekki meira um það,“ segir Sveinn, en hann skipuleggur nú fyrstu aðdáendaráðstefnuna á Íslandi sem heitir MIDGARD 2018, ásamt öðrum. „Það er „All-inclusive fan convention“. Við munum bjóða uppá svipaða stemningu sem fyrirfinnst á slíkum ráðstefnum erlendis. Þarna verða í boði viðburðir og kynning á tölvuleikjum, spilum, bókmenntum, búningagerð, varningur, gestir tengdir kvikmyndum, myndasögum, sjónarpsþáttum og fleira af þessu tagi,“ segir Sveinn. MIDGARD 2018 verður haldin helgina 15.-16. september í Laugardalshöll og er nú þegar búið að tilkynna nokkra gesti. „Við erum nú þegar búin að kynna nokkara gesti, til dæmis Dan Abnett, rithöfund, Brian Muir, Star Wars-búningahönnuð og Nick Jameson, raddleikara. Þessi hópur á bara eftir að stækka og vona ég að ferð mín til Manchester á For the Love of Sci-fi muni bera ávöxt sem mun kæta alla sem ætla að mæta á MIDGARD 2018.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira