Fyrsta heildarendurskoðun á lista yfir fíkniefni í 43 ár Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 13:30 MDMA töflur úr fyrri málum sem komið hafa á borð lögreglu. Þegar heildarendskoðun listans lýkur munu töluvert fleiri efni bætast við listann og teljast ólögleg fíkniefni. Vísir/GVA Fréttablaðið greindi frá því fyrir stuttu að nýtt eiturlyf, Spice, væri að sækja í sig veðrið hér á landi. Rætt var við Grím Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, sem benti á að listi yfir ólögleg fíkniefni byggði á reglugerð frá árinu 2001. Í fréttinni sagði að listinn hefði ekki verið uppfærður síðan. Samkvæmt þeim lista eru tæplega sextíu efni á bannlista í íslenskri lögsögu. Heildarendurskoðun á listanum fer nú fram í fyrsta sinn í 43 ár.Einar Magnússon, lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins, segir það ekki rétt að listinn hafi ekkert verið uppfærður síðan árið 2001.VelferðarráðuneytiðFyrsta heildarendurskoðunin síðan 1974 Heildarendurskoðunin sem nú fer fram á listanum yfir ólögleg fíkniefni er sú fyrsta síðan listinn var upphaflega til með lögum um ávana- og fíkniefni árið 1974. Einar Magnússon, lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að verið sé að leggja lokahönd á heildarendurskoðun listans sem verður vonandi birtur á næstu dögum eða vikum. Hafist var handa fyrir tveimur árum síðan.Ný efni bætast við listann Heildarendurskoðun hefur í raun aldrei áður farið fram á þessum lista frá því að hann varð upphaflega til með lögum um ávana- og fíkniefni frá 1974, heldur hefur þessi listi orðið til smátt og smátt með viðbótum og breytingum einkum í samræmi við þá þrjá alþjóðlegu samninga Sameinuðu þjóðanna um ávana- og fíkniefni sem Ísland er aðili að. „Heildarendurskoðun eins og sú sem unnið hefur verið að að undanförnu hefur falist í því að bera okkar lista saman við sambærilega lista á Norðurlöndum, Bretlandi og lista ávana- og fíkniefnanefndar Sameinuðu þjóðanna. Við þann samanburð munu bætast ýmis ný efni við okkar lista,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar segir listanna hafa verið mismunandi eftir löndum. „Almennt eru svona listar nokkuð íhaldssamir og skiptar skoðanir um það hvað á að vera á honum þannig að þessir listar hafa verið mismunandi eftir löndum. Við uppgötvuðum það hérna fyrir nokkrum árum að þetta var mjög mismunandi á Norðurlöndunum og Bretlandi hvaða efni voru bönnuð og hvað ekki,“ segir Einar. Hann nefnir að mikil vinna felist í að vinna listann upp á nýtt enda þurfi allar afleiður að koma fram og greiningarnar þurfa að vera efnafræðilega réttar. Meðal annars er litið til úrskurða dómstóla og upplýsinga frá Lyfjastofnun, lögreglu og tollinum.Ýmis efni ekki ratað inn á listann Einar segir hins vegar að það sé ekki þannig að ekkert hafi verið hreyft við listanum síðan árið 2001 þó að heildarendurskoðun hafi ekki farið fram. Hann bendir þó á að það sé rétt hjá Grími að ýmis ný efni hafi ekki ratað á listann og þess vegna sé meðal annars verið að gera endurskoðun. Reynt hefur verið að taka samnefnara á listum nágrannalandanna og skrá efnin þar inn.Tilgangurinn breyst Þá hafi upphaflegur tilgangur listans breyst töluvert enda hafi hann nú mikið vægi í að meta hvort efni falli undir skráð ólögleg efni. „Þessi listi verður upphaflega til fyrir heilbrigðiskerfið vegna lyfja. Í ávana- og fíkniefnalögunum er verið að banna ákveðin efni á yfirráðasvæði Íslands. Svo vill til að það er verið að nota þessi efni í lyf. Þess vegna verður þessi listi til sem undanþágur frá banni ef svo má segja. En þetta er eini listinn sem er til yfir ávana- og fíkniefni og hann hefur í gegnum árin færst yfir í að vera notaður gagnvart ólöglegri starfssemi sem kemur ekki nema óbeint heilbrigðismálum við,,“ segir Einar.Í viðtali við Vísi frá því í júlí taldi Grímur Grímsson að listi yfir ólögleg fíkniefni hefði ekki verið uppfærður síðan árið 2001. Í samtali við Vísi fyrir þessa frétt sagði hann þó að líklega hefði eitthvað bæst við listann en listinn skipti sköpum í baráttunni gegn fíkniefnum.Lögreglan á HöfuðborgarsvæðinuFjöldamörg efni í umferð „Til þess að það sé ólöglegt að vera með efnið þá þurfa þau að vera á þessum lista,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Vísir heyrði í Grími stuttu eftir umfjöllun fréttastofunnar um fíkniefnið Spice og spurði hann út í listann og orð hans um að listinn hefði ekki verið uppfærður í sextán ár. Grímur nefndi að það sé mögulegt að efni sem séu á lista í öðrum löndum séu ekki inn á íslenska listanum eða einfaldlega í ferli um að fara inn á listann. Þar af leiðandi séu efni í umferð sem séu ekki ólögleg. „Þau eru örugglega fjöldamörg vegna þess að það sem gerist líka er að það eru afleiður af einhverjum efnum og þá þurfa þau að vera taldar upp með nákvæmlega réttum hætti til þess að þær séu ólöglegar,“ segir Grímur. Erfitt að fylgja þróuninni eftir Hann nefnir að erfitt sé að fylgja eiturlyfjaþróuninni nákvæmlega eftir. „Það er erfitt að fylgja því þegar verið er að breyta efnasamsetningu lítillega og þá er það þannig að þá svara efnin ekki þessum prófunum sem gerð eru miðað við þau efni sem eru ólögleg og þá er þetta eitthvað sem er refsilaust en oft á tíðum er það þannig að efnin eru handlögð og reynt er að koma í veg fyrir að þau séu í umferð ef þau reka á fjörur okkar,“ segir Grímur. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því fyrir stuttu að nýtt eiturlyf, Spice, væri að sækja í sig veðrið hér á landi. Rætt var við Grím Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, sem benti á að listi yfir ólögleg fíkniefni byggði á reglugerð frá árinu 2001. Í fréttinni sagði að listinn hefði ekki verið uppfærður síðan. Samkvæmt þeim lista eru tæplega sextíu efni á bannlista í íslenskri lögsögu. Heildarendurskoðun á listanum fer nú fram í fyrsta sinn í 43 ár.Einar Magnússon, lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins, segir það ekki rétt að listinn hafi ekkert verið uppfærður síðan árið 2001.VelferðarráðuneytiðFyrsta heildarendurskoðunin síðan 1974 Heildarendurskoðunin sem nú fer fram á listanum yfir ólögleg fíkniefni er sú fyrsta síðan listinn var upphaflega til með lögum um ávana- og fíkniefni árið 1974. Einar Magnússon, lyfjamálastjóri velferðarráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að verið sé að leggja lokahönd á heildarendurskoðun listans sem verður vonandi birtur á næstu dögum eða vikum. Hafist var handa fyrir tveimur árum síðan.Ný efni bætast við listann Heildarendurskoðun hefur í raun aldrei áður farið fram á þessum lista frá því að hann varð upphaflega til með lögum um ávana- og fíkniefni frá 1974, heldur hefur þessi listi orðið til smátt og smátt með viðbótum og breytingum einkum í samræmi við þá þrjá alþjóðlegu samninga Sameinuðu þjóðanna um ávana- og fíkniefni sem Ísland er aðili að. „Heildarendurskoðun eins og sú sem unnið hefur verið að að undanförnu hefur falist í því að bera okkar lista saman við sambærilega lista á Norðurlöndum, Bretlandi og lista ávana- og fíkniefnanefndar Sameinuðu þjóðanna. Við þann samanburð munu bætast ýmis ný efni við okkar lista,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar segir listanna hafa verið mismunandi eftir löndum. „Almennt eru svona listar nokkuð íhaldssamir og skiptar skoðanir um það hvað á að vera á honum þannig að þessir listar hafa verið mismunandi eftir löndum. Við uppgötvuðum það hérna fyrir nokkrum árum að þetta var mjög mismunandi á Norðurlöndunum og Bretlandi hvaða efni voru bönnuð og hvað ekki,“ segir Einar. Hann nefnir að mikil vinna felist í að vinna listann upp á nýtt enda þurfi allar afleiður að koma fram og greiningarnar þurfa að vera efnafræðilega réttar. Meðal annars er litið til úrskurða dómstóla og upplýsinga frá Lyfjastofnun, lögreglu og tollinum.Ýmis efni ekki ratað inn á listann Einar segir hins vegar að það sé ekki þannig að ekkert hafi verið hreyft við listanum síðan árið 2001 þó að heildarendurskoðun hafi ekki farið fram. Hann bendir þó á að það sé rétt hjá Grími að ýmis ný efni hafi ekki ratað á listann og þess vegna sé meðal annars verið að gera endurskoðun. Reynt hefur verið að taka samnefnara á listum nágrannalandanna og skrá efnin þar inn.Tilgangurinn breyst Þá hafi upphaflegur tilgangur listans breyst töluvert enda hafi hann nú mikið vægi í að meta hvort efni falli undir skráð ólögleg efni. „Þessi listi verður upphaflega til fyrir heilbrigðiskerfið vegna lyfja. Í ávana- og fíkniefnalögunum er verið að banna ákveðin efni á yfirráðasvæði Íslands. Svo vill til að það er verið að nota þessi efni í lyf. Þess vegna verður þessi listi til sem undanþágur frá banni ef svo má segja. En þetta er eini listinn sem er til yfir ávana- og fíkniefni og hann hefur í gegnum árin færst yfir í að vera notaður gagnvart ólöglegri starfssemi sem kemur ekki nema óbeint heilbrigðismálum við,,“ segir Einar.Í viðtali við Vísi frá því í júlí taldi Grímur Grímsson að listi yfir ólögleg fíkniefni hefði ekki verið uppfærður síðan árið 2001. Í samtali við Vísi fyrir þessa frétt sagði hann þó að líklega hefði eitthvað bæst við listann en listinn skipti sköpum í baráttunni gegn fíkniefnum.Lögreglan á HöfuðborgarsvæðinuFjöldamörg efni í umferð „Til þess að það sé ólöglegt að vera með efnið þá þurfa þau að vera á þessum lista,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Vísir heyrði í Grími stuttu eftir umfjöllun fréttastofunnar um fíkniefnið Spice og spurði hann út í listann og orð hans um að listinn hefði ekki verið uppfærður í sextán ár. Grímur nefndi að það sé mögulegt að efni sem séu á lista í öðrum löndum séu ekki inn á íslenska listanum eða einfaldlega í ferli um að fara inn á listann. Þar af leiðandi séu efni í umferð sem séu ekki ólögleg. „Þau eru örugglega fjöldamörg vegna þess að það sem gerist líka er að það eru afleiður af einhverjum efnum og þá þurfa þau að vera taldar upp með nákvæmlega réttum hætti til þess að þær séu ólöglegar,“ segir Grímur. Erfitt að fylgja þróuninni eftir Hann nefnir að erfitt sé að fylgja eiturlyfjaþróuninni nákvæmlega eftir. „Það er erfitt að fylgja því þegar verið er að breyta efnasamsetningu lítillega og þá er það þannig að þá svara efnin ekki þessum prófunum sem gerð eru miðað við þau efni sem eru ólögleg og þá er þetta eitthvað sem er refsilaust en oft á tíðum er það þannig að efnin eru handlögð og reynt er að koma í veg fyrir að þau séu í umferð ef þau reka á fjörur okkar,“ segir Grímur.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira