Alvarlegt vinnuslys hjá Vöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 16:01 Málið er komið á borð vinnueftirlitsins. Vísir/Valli Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist illa þegar hann var að kaupa varahluti hjá Vöku í Skútuvogi á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var að ná í varahlut undan bíl með aðstoð starfsmanns Vöku þegar bíllinn féll á hann. Var hann fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að starfsmenn hafi verið búnir að ná bílnum ofan af manninum þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði nokkrum mínútum eftir að óskað var eftir aðstoð. Maðurinn mun vera alvarlega slasaður en þó ekki í lífshættu. Málið er komið á borð vinnueftirlitsins sem mun ásamt lögreglu skoða hvað fór úrskeiðis. Rætt verði við hinn slasaða þegar hann treystir sér til þess og svo verða vitni á svæðinu kölluð til skýrslutöku ef ástæða þykir til. Að sögn Jóhanns Karls verður skoðað hvort upptaka sé til af atvikinu og búnaðurinn sem notaður var til að lyfta bílnum tekinn út. Bjarni Ingólfsson, framkvæmdastjóri Vöku, segir starfsfólk enn að jafna sig eftir atburði morgunsins sem hafi verið mikið sjokk. Starfsmaðurinn sem var með hinum slasaða hafi verið sendur í frí það sem eftir lifði dagsins. Honum verði boðin áfallahjálp. Verið sé að skoða alla ferla hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir að slys sem þetta geti endurtekið sig. Tæpar þrjár vikur eru síðan nítján ára piltur lést eftir slys á gámasvæðinu á Selfossi. Hann var að ná í varahluti undan bíl þegar tjakkur sem hann notaði til verksins gaf sig. Hann lést fjórum dögum síðar á bráðamóttöku Landspítalans. Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist illa þegar hann var að kaupa varahluti hjá Vöku í Skútuvogi á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var að ná í varahlut undan bíl með aðstoð starfsmanns Vöku þegar bíllinn féll á hann. Var hann fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að starfsmenn hafi verið búnir að ná bílnum ofan af manninum þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði nokkrum mínútum eftir að óskað var eftir aðstoð. Maðurinn mun vera alvarlega slasaður en þó ekki í lífshættu. Málið er komið á borð vinnueftirlitsins sem mun ásamt lögreglu skoða hvað fór úrskeiðis. Rætt verði við hinn slasaða þegar hann treystir sér til þess og svo verða vitni á svæðinu kölluð til skýrslutöku ef ástæða þykir til. Að sögn Jóhanns Karls verður skoðað hvort upptaka sé til af atvikinu og búnaðurinn sem notaður var til að lyfta bílnum tekinn út. Bjarni Ingólfsson, framkvæmdastjóri Vöku, segir starfsfólk enn að jafna sig eftir atburði morgunsins sem hafi verið mikið sjokk. Starfsmaðurinn sem var með hinum slasaða hafi verið sendur í frí það sem eftir lifði dagsins. Honum verði boðin áfallahjálp. Verið sé að skoða alla ferla hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir að slys sem þetta geti endurtekið sig. Tæpar þrjár vikur eru síðan nítján ára piltur lést eftir slys á gámasvæðinu á Selfossi. Hann var að ná í varahluti undan bíl þegar tjakkur sem hann notaði til verksins gaf sig. Hann lést fjórum dögum síðar á bráðamóttöku Landspítalans.
Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Sjá meira