Innlent

Þrjú í framboði til formanns Kennarasambandsins

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Þór Pétursson, Ólafur Loftsson og  Guðríður Arnardóttir.
Ragnar Þór Pétursson, Ólafur Loftsson og Guðríður Arnardóttir. Kennarasambandið
Þrír hafa boðið sig fram til embættis formanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti á laugardag.

Þau sem hafa boðið sig fram eru Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, og Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari í Norðlingaskóla.

Í frétt á vef sambandsins segir að rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram dagana 1. til 7. nóvember.

Nýr formaður tekur svo við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári.

Þórður Hjaltested er núverandi formaður Kennarasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×