Innlent

KSÍ hvetur fólk til að nota almenningssamgöngur í kvöld

Í tilkynningu frá Strætó er tekið undir það með KSÍ að fólk notfæri sér almenningssamgöngur.
Í tilkynningu frá Strætó er tekið undir það með KSÍ að fólk notfæri sér almenningssamgöngur. vísir/ernir
KSÍ hvetur fólk til að nota almenningssamgöngur vegna stórleiks Íslands og Kósóvó í kvöld þar sem áhorfendasvæði, eða svokölluð FanZone, verður komið upp á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll. Því verða færri bílastæði í boði í Laugardalnum en vanalega á landsleikjum.

Í tilkynningu frá Strætó er tekið undir það með KSÍ að fólk noti almenningssamgöngur. Bent er á að fólk geti kynnt sér hvaða leiðir eru í boði inni á heimasíðu Strætó eða í Strætó-appinu.

Dæmi um leiðir sem stoppa í Laugardalnum:

•    Leiðir 2, 5, 15 og 17 stoppa fyrir utan Nordica. Ganga frá biðstöðinni á Laugardalsvöll tekur um 10 mínútur.

•    Leið 14 stoppar hjá Laugardalslaug. Ganga frá biðstöðinni á Laugardalsvöll tekur um 5 mínútur.

•    Leið 4 stoppar á biðstöðinni Teigar sem er rétt hjá göngubrúnni við Borgartúnið.  Ganga frá biðstöðinni á Laugardalsvöll tekur um 10 mínútur.

Stakt fargjald með Strætó kostar 440 krónur. Hægt er að greiða fyrir fargjöld með klinki, strætómiðum, strætókortum eða með því að kaupa staka miða í strætó appinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×