Slökkvilið kom átta ára læðu til bjargar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 15:30 Kisimús með bjargvættunum sínum Vísir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að bjarga ketti úr tré í smáíbúðahverfinu á öðrum tímanum í dag. Að sögn eiganda kattarins, sem er átta ára gömul og lítil læða að nafni Kismús, hafði kötturinn klifrað upp í tréð einhvern tímann aðfararnótt fimmtudags og komst ekki niður aftur. „Hún fer oft upp í trén í garðinum til að elta fugla, en hefur yfirleitt ekki reynt við aspirnar í garði nágrannans. Enda eru þær erfiðari, jafnvel fyrir vana klifurketti. Núna hafði henni tekist að klifra upp í gamla og feikiháa ösp sem stendur í garði nágrannans. Allar neðstu greinarnar hafa verið sagaðar af trénu, svo neðstu sex metrarnir eru strípaður og mosavaxinn trjástofn. Hvernig kettinum tókst að klifra upp, hef ég ekki hugmynd um. En þegar hann er kominn upp er engin leið fyrir hann að komast aftur niður með góðu móti,“ segir eigandinn Magnús Helgason.VísirVel heppnaður björgunarleiðangur „Við ákváðum að gefa henni tíma til að koma sér niður sjálfri, en í staðinn klifraði hún bara hærra upp í tréð. Hún var komin í átta til tíu metra hæð í nótt og sat bara sem fastast.“ Magnús hringdi í Slökkviliðið í Reykjavík sem hafði í nógu öðru að snúast í morgun, en lofaði að senda körfubíl á staðinn þegar tóm gæfist. Bíllinn mætti um klukkan hálf tvö. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði að slökkviliðið fengi alltaf reglulega svona útköll, þó þau væru nú ekki daglegt brauð. „Þeir koma sér yfirleitt niður sjálfir, eða hlaupa af stað þegar við nálgumst,“ sagði hann í samtali við Vísi. Kismús sat hins vegar sem fastast og leyfði slökkviliðsmönnunum að taka sig niður úr greininni. Hún hélt sér fast í bjargvætti sína og hljóp heim til sín um leið og hún komst niður á jörð.VísirAri sagðist hafa farið í nokkur svona útköll, en lengra væri síðan aðrir í áhöfn bílsins hefðu verið sendir í kattabjörgun. „Það er gott fyrir strákana að fá æfingu í þessu,“ sagði Ari en kollegar hans Jónas, Steinþór Darri og Svavar komu einnig að björguninni. „Þetta var vel heppnaður björgunarleiðangur,“ sagði Ari að lokum um leið og hann stökk upp í bílinn og keyrði af stað í næsta verkefni. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að bjarga ketti úr tré í smáíbúðahverfinu á öðrum tímanum í dag. Að sögn eiganda kattarins, sem er átta ára gömul og lítil læða að nafni Kismús, hafði kötturinn klifrað upp í tréð einhvern tímann aðfararnótt fimmtudags og komst ekki niður aftur. „Hún fer oft upp í trén í garðinum til að elta fugla, en hefur yfirleitt ekki reynt við aspirnar í garði nágrannans. Enda eru þær erfiðari, jafnvel fyrir vana klifurketti. Núna hafði henni tekist að klifra upp í gamla og feikiháa ösp sem stendur í garði nágrannans. Allar neðstu greinarnar hafa verið sagaðar af trénu, svo neðstu sex metrarnir eru strípaður og mosavaxinn trjástofn. Hvernig kettinum tókst að klifra upp, hef ég ekki hugmynd um. En þegar hann er kominn upp er engin leið fyrir hann að komast aftur niður með góðu móti,“ segir eigandinn Magnús Helgason.VísirVel heppnaður björgunarleiðangur „Við ákváðum að gefa henni tíma til að koma sér niður sjálfri, en í staðinn klifraði hún bara hærra upp í tréð. Hún var komin í átta til tíu metra hæð í nótt og sat bara sem fastast.“ Magnús hringdi í Slökkviliðið í Reykjavík sem hafði í nógu öðru að snúast í morgun, en lofaði að senda körfubíl á staðinn þegar tóm gæfist. Bíllinn mætti um klukkan hálf tvö. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði að slökkviliðið fengi alltaf reglulega svona útköll, þó þau væru nú ekki daglegt brauð. „Þeir koma sér yfirleitt niður sjálfir, eða hlaupa af stað þegar við nálgumst,“ sagði hann í samtali við Vísi. Kismús sat hins vegar sem fastast og leyfði slökkviliðsmönnunum að taka sig niður úr greininni. Hún hélt sér fast í bjargvætti sína og hljóp heim til sín um leið og hún komst niður á jörð.VísirAri sagðist hafa farið í nokkur svona útköll, en lengra væri síðan aðrir í áhöfn bílsins hefðu verið sendir í kattabjörgun. „Það er gott fyrir strákana að fá æfingu í þessu,“ sagði Ari en kollegar hans Jónas, Steinþór Darri og Svavar komu einnig að björguninni. „Þetta var vel heppnaður björgunarleiðangur,“ sagði Ari að lokum um leið og hann stökk upp í bílinn og keyrði af stað í næsta verkefni.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira