Björt segir sátt geta verið um rammaáætlun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2017 12:15 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir farið í einu og öllu eftir tillögum verkefnisstjórnar um mat á virkjanakostum í rammaáætlun sem kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt henni bætast við sjö vatnsafls virkjanakostir og tíu virkjanakostir á háhitasvæðum, sem samanlagt gefa um 1.400 megavött. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mælir í dag í fyrsta skipti fyrir rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á Alþingi. Í áætluninni er gert ráð fyrir sjö nýjum vatnsaflsvirkjunum, þar af fjórum á Suðurlandi, tveimur á Vestfjörðum og einni á Norðurlandi. Á Suðurlandi eru það Skrokkalda ásamt þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, á Vestfjörðum eru það Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun og á Norðurlandi er um að ræða viðbót við Blönduvirkjun. Þá er gert ráð fyrir tíu virkjanakostum á háhitasvæðum. Langflest eru á Reykjanesi eða átta en tvö háhitasvæði á Norðausturlandi fara einnig í nýtingarflokk. Á Reykjanesi fara í nýtingarflokk samkvæmt frumvarpinu þrjár virkjanir á Hengilsvæðinu; Hverahlíð II, Þverárdalur og Meitillinn. Þá fer Stóra Sandvík í virkjanakost ásamt Eldvörpum í Svartsengi og þremur stöðum á Krísuvíkursvæðinu, það er á Sandfelli, Sveifluhálsi og Austurengjum. Á Norðausturlandi fara háhitasvæði á Námafelli og við Kröflu í nýtingarflokk. Einnig er gert ráð fyrir frekari virkjun vindorku í Blöndulundi á Norðurlandi. Tuttugu og þrír vatnsaflskostir fara í biðflokk ásamt fjórtán kostum á háhitasvæðum og einu vindorkusvæði. Átján vatnsaflsvirkjanakostir og átta háhitasvæði fara í verndarflokk. Umhverfisráðherra segir þessar tillögur byggja á óbreyttum tillögum verkefnisstjórnar eins og hjá fyrrverandi umhverfisráðherra og fela í sér sátt. „Þetta er faglega unnin rammaáætlun af fagaðilum sem við höfum treyst til verksins. Mér finnst niðurstaða þeirra góð. Þótt það sé auðvitað þannig að allir verði að gefa eitthvað eftir af sínum áherslum. Það er alveg þannig að ég hefði viljað sjá einhverja ákveðna kosti í vernd frekar en hitt,“ segir Björt. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar á rammaáætlun í tíð síðustu ríkisstjórnar var aðallega sú að ekki væri farið eftir tillögum verkefnisstjórnar eins og ráðherra segir að nú sé gert. Björt segir að samanlögð orka þeirra virkjanakosta sem nú fari í nýtingarflokk sé um 1.400 megavött sem ætti að svara þörf orkufyrirtækjanna. „Í öðrum áfanga rammaáætlunar sem þegar er í gildi er enn óvirkjað afl. Svo bætist þarna við úr niðurstöðu verkefnisstjórnar fyrir þriðja áfanga. Þannig að nú er töluvert mikið afl sem enn er óvirkjað, ef þetta þarf að fara í umhverfismat og allt það. En það eru þarna kostir sem hægt er að fara í ef menn kjósa svo,“ segir Björt Ólafsdóttir. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Umhverfisráðherra segir farið í einu og öllu eftir tillögum verkefnisstjórnar um mat á virkjanakostum í rammaáætlun sem kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt henni bætast við sjö vatnsafls virkjanakostir og tíu virkjanakostir á háhitasvæðum, sem samanlagt gefa um 1.400 megavött. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mælir í dag í fyrsta skipti fyrir rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða á Alþingi. Í áætluninni er gert ráð fyrir sjö nýjum vatnsaflsvirkjunum, þar af fjórum á Suðurlandi, tveimur á Vestfjörðum og einni á Norðurlandi. Á Suðurlandi eru það Skrokkalda ásamt þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, á Vestfjörðum eru það Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun og á Norðurlandi er um að ræða viðbót við Blönduvirkjun. Þá er gert ráð fyrir tíu virkjanakostum á háhitasvæðum. Langflest eru á Reykjanesi eða átta en tvö háhitasvæði á Norðausturlandi fara einnig í nýtingarflokk. Á Reykjanesi fara í nýtingarflokk samkvæmt frumvarpinu þrjár virkjanir á Hengilsvæðinu; Hverahlíð II, Þverárdalur og Meitillinn. Þá fer Stóra Sandvík í virkjanakost ásamt Eldvörpum í Svartsengi og þremur stöðum á Krísuvíkursvæðinu, það er á Sandfelli, Sveifluhálsi og Austurengjum. Á Norðausturlandi fara háhitasvæði á Námafelli og við Kröflu í nýtingarflokk. Einnig er gert ráð fyrir frekari virkjun vindorku í Blöndulundi á Norðurlandi. Tuttugu og þrír vatnsaflskostir fara í biðflokk ásamt fjórtán kostum á háhitasvæðum og einu vindorkusvæði. Átján vatnsaflsvirkjanakostir og átta háhitasvæði fara í verndarflokk. Umhverfisráðherra segir þessar tillögur byggja á óbreyttum tillögum verkefnisstjórnar eins og hjá fyrrverandi umhverfisráðherra og fela í sér sátt. „Þetta er faglega unnin rammaáætlun af fagaðilum sem við höfum treyst til verksins. Mér finnst niðurstaða þeirra góð. Þótt það sé auðvitað þannig að allir verði að gefa eitthvað eftir af sínum áherslum. Það er alveg þannig að ég hefði viljað sjá einhverja ákveðna kosti í vernd frekar en hitt,“ segir Björt. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar á rammaáætlun í tíð síðustu ríkisstjórnar var aðallega sú að ekki væri farið eftir tillögum verkefnisstjórnar eins og ráðherra segir að nú sé gert. Björt segir að samanlögð orka þeirra virkjanakosta sem nú fari í nýtingarflokk sé um 1.400 megavött sem ætti að svara þörf orkufyrirtækjanna. „Í öðrum áfanga rammaáætlunar sem þegar er í gildi er enn óvirkjað afl. Svo bætist þarna við úr niðurstöðu verkefnisstjórnar fyrir þriðja áfanga. Þannig að nú er töluvert mikið afl sem enn er óvirkjað, ef þetta þarf að fara í umhverfismat og allt það. En það eru þarna kostir sem hægt er að fara í ef menn kjósa svo,“ segir Björt Ólafsdóttir.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira