Ólympíusigurvegari var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni liðsins í sjö ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 10:30 McKayla Maroney vann gull og silfur á Ólympíuleikum í skugga kynferðislegs ofbeldis. vísir/getty Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017 Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Bandaríska fimleikadrottningin McKayla Maroney, sem vann gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London árið 2012, segist hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassar, lækni bandaríska liðsins, í sjö ár en það hófst þegar að hún var þrettán ára gömul. Nassar er í fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum þar sem hann bíður réttarhalda vegna fjölda ásakanna um kynferðislegt ofbeldi en fyrr á þessu ári viðurkenndi hann að eiga barnaklámsmyndir heima hjá sér. Í tengslum við Mee Too-herferðina ákvað Maroney, sem vann þrjú gull á HM og eitt á ÓL á sínum glæsta ferli, að segja sína sögu en hún birti pistil á Twitter-síðu sinni. „Ég var beitt kynferðislegu ofbeldi af Larry Nassarr, lækni bandaríska kvennalandsliðsins. Það virtist vera alveg sama hvar og hvenær, alltaf lenti ég í þessu. Þetta gerðist í London áður en ég vann gullverðlaunin og þetta gerðist áður en ég vann silfrið,“ segir Maroney sem er frægasti íþróttamaðurinn sem hefur sakað lækninn um slíkt athæfi.WATCH: Gold Medal gymnast McKayla Maroney reveals she was abused by USA gymnastics team doctor: https://t.co/yGvsCW9oa1pic.twitter.com/lnQ9r2SC9K — Good Morning America (@GMA) October 18, 2017 Hundruðir kvenna og stúlkna hafa aftur á móti stigið fram síðasta árið og sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi en þetta hófst allt með rannsókn bandaríska dagblaðsins Indianapolis Star. Nassar, sem er á fimmtugsaldri, starfaði í tæpa þrjá áratugi með bandaríska landsliðinu og var með því á fernum Ólympíuleikum. Hann hefur neitað fyrir að beita nokkra einustu stúlku kynferðislegu ofbeldi. „Þetta byrjaði þegar að ég var þrettán ára á einni fyrstu æfingu minni með landsliðinu og hætti ekki fyrr en að ég hætti í fimleikum,“ segir Maroney og bætir við afskaplega óhugnarlegri sögu. „Ógnvænlegasta kvöld lífs míns átti sér stað þegar að ég var fimmtán ára gömul. Við vorum búin að flúga allan daginn og alla nóttina til að komast til Tókýó. Hann gaf mér svefnpillu fyrir flugið og það næsta sem ég veit er að ég var ein í herbergi með honum að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ segir McKayla Maroney. Allan pistil bandarísku fimleikadrottningarinnar má lesa hér að neðan.#MeToopic.twitter.com/lYXaDTuOsS — mckayla (@McKaylaMaroney) October 18, 2017
Aðrar íþróttir Kynferðisbrot Larry Nassar Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira