Erlent

Íbúar Katalóníu vita ekki hvað tekur við

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Óvissuástand ríkir í Katalóníu eftir að spænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að héraðið yrði svipt sjálfsstjórn. Þetta segir Óttar M. Norðfjörð, íslenskur rithöfundur sem búsettur er í Barcelona. Hann segir deilurnar um sjálfstæði hafa rekið fleyg í samband fjölskyldna í Katalóníu og hópar ungmenna sláist með katalónska og spænska fána á bakinu.

Hann segir þó að íbúar séu almennt ekki í hættu á ferð sinni um borgina, enda mótmælin að mestu friðsamleg, bæði af hálfu sjálfstæðissinna og þeirra sem hlynntir eru áframhaldandi veru héraðsins innan Spánar.

Líkt og fram kom í frétt Vísis í morgun munu spænsk yfirvöld virkja 155. gr. stjórnarskrárinnar, ákvæði sem aldrei hefur verið beitt áður í sögu ríkisins, næsta laugardag. Þá tekur spænska ríkið yfir stjórn Katalóníu og óvirkjast þannig sjálfsstjórn héraðsins.

Óttar segir íbúa í nokkurri óvissu um hvað gerist í kjölfarið, enda hafi slíkir atburðiraldrei gerst áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×