Drengur hlaut annars stigs brunasár þegar eldur kom upp í íbúð í Árbænum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. febrúar 2017 20:45 Fimmtán ára gamall drengur hlaut annars stigs brunasár þegar eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eigandi íbúðarinnar segir það vera kraftaverki líkast að hann og tveir aðrir hafi komist úr íbúðinni. Eldurinn kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Hraunbæ 182. Rúður sprungu í íbúðinni fyrir ofan og við hlið umræddrar íbúðar, auk þess að íbúðin á þriðju hæð var í mikilli hættu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og voru þegar mest var um tuttugu manns við vinnu á vettvangi. Eins og sjá má á myndum var mikill eldur í íbúðinni en talið er að hann hafi komið upp í etanol-ofni sem var í stofunni. Eigandi íbúðarinnar var staddur í svefnherbergi þegar eldurinn kom upp en fimmtán ára sonur hans og frændi voru í stofunni þar sem arininn var staðsettur. Eigandinn vildi ekki koma fram í viðtali í dag en sagði í samtali við fréttastofu að þegar eldurinn hafi komið upp hafi sonur hans brennst. Hann segir að hann hafi tekið son sinn, farið með hann inn á baðherbergi og í sturtu til þess að slökkva eld sem logi á höndum hans og fötum. Að hans sögn var íbúðin orðin alelda á örfáum sekúndum og þurfum þeir að fara í gegnum eldinn til þess að komast út úr íbúðinni. Íbúðin sem kviknaði í er afar illa farin, ef ekki ónýt, sem og allt innbú. Þá voru aðrar íbúðir hússins í mikilli hættu en mikill hiti myndaðist úr frá eldinum. Eldurinn var það mikill að rúður tóku að springa á hæðinni fyrir ofan og til hliðar. Tveir fóru á slysadeild Landspítalans eftir brunann og sagði eigandi íbúðarinnar í dag að það væri kraftaverk að ekki hafi farið verr en sonur hans fékk annars stig brunasár á höndum en kemur til með að ná sér að fullu.Var mjög brugðið Sæþór Helgi Jensson, íbúi á þriðju hæðinni, var ekki heima þegar eldurinn kom upp og var brugðið þegar hann koma heim. Mikið hafi verið um sjúkrabíla og slökkviliðsbíla á svæðinu. „Svo sá ég að blokkin var orðin svört af sóti. Ég hélt að íbúðin [mín] væri verr farin en hún var. Ég fékk svo að fara með lögreglunni inn í íbúðina. Það var rosalega mikil brunalykt þar, svalirnar eru illa farnar og ytra glerið er sprungið hjá mér, en ekki það innra.“Þannig að þetta hefur farið betur en á horfðist?„Hjá mér, já. Það er verra þarna á annarri og fyrstu hæðinni.“ Nokkrir brunar hafa orðið vegna etanól-ofna á undanförnum misserum, allir alvarlegir en árið 2009 varaði Brunamálastofnun við notkun þessara ofna. Slökkvistarf í gærkvöldi gekk greiðlega og var lokið rétt fyrir klukkan eitt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar brunann. Tengdar fréttir Eldur í íbúð við Hraunbæ Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent upp í Árbæ eftir að eldur kom upp í íbúð við Hraunbæ 182 í kvöld. 11. febrúar 2017 23:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Fimmtán ára gamall drengur hlaut annars stigs brunasár þegar eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Árbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi. Eigandi íbúðarinnar segir það vera kraftaverki líkast að hann og tveir aðrir hafi komist úr íbúðinni. Eldurinn kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Hraunbæ 182. Rúður sprungu í íbúðinni fyrir ofan og við hlið umræddrar íbúðar, auk þess að íbúðin á þriðju hæð var í mikilli hættu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og voru þegar mest var um tuttugu manns við vinnu á vettvangi. Eins og sjá má á myndum var mikill eldur í íbúðinni en talið er að hann hafi komið upp í etanol-ofni sem var í stofunni. Eigandi íbúðarinnar var staddur í svefnherbergi þegar eldurinn kom upp en fimmtán ára sonur hans og frændi voru í stofunni þar sem arininn var staðsettur. Eigandinn vildi ekki koma fram í viðtali í dag en sagði í samtali við fréttastofu að þegar eldurinn hafi komið upp hafi sonur hans brennst. Hann segir að hann hafi tekið son sinn, farið með hann inn á baðherbergi og í sturtu til þess að slökkva eld sem logi á höndum hans og fötum. Að hans sögn var íbúðin orðin alelda á örfáum sekúndum og þurfum þeir að fara í gegnum eldinn til þess að komast út úr íbúðinni. Íbúðin sem kviknaði í er afar illa farin, ef ekki ónýt, sem og allt innbú. Þá voru aðrar íbúðir hússins í mikilli hættu en mikill hiti myndaðist úr frá eldinum. Eldurinn var það mikill að rúður tóku að springa á hæðinni fyrir ofan og til hliðar. Tveir fóru á slysadeild Landspítalans eftir brunann og sagði eigandi íbúðarinnar í dag að það væri kraftaverk að ekki hafi farið verr en sonur hans fékk annars stig brunasár á höndum en kemur til með að ná sér að fullu.Var mjög brugðið Sæþór Helgi Jensson, íbúi á þriðju hæðinni, var ekki heima þegar eldurinn kom upp og var brugðið þegar hann koma heim. Mikið hafi verið um sjúkrabíla og slökkviliðsbíla á svæðinu. „Svo sá ég að blokkin var orðin svört af sóti. Ég hélt að íbúðin [mín] væri verr farin en hún var. Ég fékk svo að fara með lögreglunni inn í íbúðina. Það var rosalega mikil brunalykt þar, svalirnar eru illa farnar og ytra glerið er sprungið hjá mér, en ekki það innra.“Þannig að þetta hefur farið betur en á horfðist?„Hjá mér, já. Það er verra þarna á annarri og fyrstu hæðinni.“ Nokkrir brunar hafa orðið vegna etanól-ofna á undanförnum misserum, allir alvarlegir en árið 2009 varaði Brunamálastofnun við notkun þessara ofna. Slökkvistarf í gærkvöldi gekk greiðlega og var lokið rétt fyrir klukkan eitt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar brunann.
Tengdar fréttir Eldur í íbúð við Hraunbæ Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent upp í Árbæ eftir að eldur kom upp í íbúð við Hraunbæ 182 í kvöld. 11. febrúar 2017 23:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Eldur í íbúð við Hraunbæ Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent upp í Árbæ eftir að eldur kom upp í íbúð við Hraunbæ 182 í kvöld. 11. febrúar 2017 23:31