Þekkti ekki frelsið Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2017 11:00 Mikill fjöldi hlýddi á Yeomni Park í Háskóla Íslands og í vefútsendingu á Vísi. Visir/Anton Brink Yeonmi Park er fædd í Norður-Kóreu árið 1993, en flúði með móður sinni til Kína árið 2007. Þar lentu þær í klóm glæpamanna sem seldu þær mansali fyrir andvirði fáeinna þúsundkalla. Þeim tókst að losna úr ánauðinni og með aðstoð kínverskra og suðurkóreskra kristniboða komust þær til Suður-Kóreu tveimur árum seinna til að hefja nýtt líf. Líf þar sem Park gat verið frjáls. Park vakti heimsathygli þegar hún flutti ræðu á ráðstefnunni One Young World árið 2014 í Dublin á Írlandi. Sagan um flóttann vakti gríðarlega athygli og á tveimur dögum horfðu 50 milljónir manna á fyrirlestur hennar. Park vekur jafn mikla athygli hér á landi og annars staðar í heiminum því Hátíðarsalur Háskóla Íslands troðfylltist í gær þegar hún sagði sögu sína. „Ég hafði aldrei heyrt um Ísland í bernsku. Það eru bara mjög fá ríki sem maður heyrir um í Norður-Kóreu. Ég held að ég hafi bara fyrst heyrt af Íslandi á síðasta ári. Ég er enn að læra um fjöldamörg lönd. En einu ríkin sem ég heyrði um í Norður-Kóreu voru Kína, Bandarísku bastarðarnir, Japan og kannski Rússland. Þetta voru kannski fjögur til fimm ríki sem maður fékk að heyra um og maður fékk að heyra að öll hin ríkin í heiminum væru að reyna að ráðast gegn okkur og að við þyrftum sterkan leiðtoga til að verja okkur,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Hún segir mannréttindi vera fótum troðin í ættlandi sínu. Í raun viti borgararnir ekki hvað mannréttindi eru. „Í Norður-Kóreu er enginn einstaklingur. Við notum ekki hugtökin minnihlutahópur eða einstaklingur. Við vitum bara að við erum uppreisnarmenn. Tilgangur okkar er að þjóna flokknum og að þjóna landinu. Við höfum ekki internet og höfum bara eina sjónvarpsstöð,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Það hefði líka verið mjög sérstök upplifun að koma til Vesturlanda og sjá tímarit. „Við höfum ekkert svoleiðis.“ En Park segir að þó að hún hafi þráð að komast frá Norður-Kóreu hafi verið erfitt að venjast frelsinu í Suður-Kóreu. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér á meðan ég var frjáls. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það þýðir að vera frjáls. Það er mjög flókið hugtak fyrir mér. Í upphafi þegar ég kom til Suður-Kóreu sagði fólk mér að ég yrði spurð að því hver væri uppáhaldsliturinn minn. Ég vissi ekki hver uppáhaldsliturinn minn var. Í Norður-Kóreu var mér bara sagt að uppáhaldsliturinn minn væri rauður. Litur uppreisnarinnar,“ sagði hún. Hún hafi hreinlega ekki áttað sig á því að það skipti einhverju máli hvað henni fannst. Vestrænir fjölmiðlar hafa á undanförnum vikum sagt frá kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. Park segist óttast þær. „Ég held að við höfum áttað okkur á því hversu hættulegt þetta einræði er. Því enginn getur stoppað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur núna. Ég veit ekki hvað gerist en það sem ég veit er að breytingarnar verða að eiga rót sína hjá fólkinu í Norður-Kóreu. Þær geta ekki átt rót sína annars staðar. Fólkið í Norður-Kóreu verður að skilja að það er þrælar. Fólkið veit ekki að það er þrælar, það skilur ekki að það á að búa við mannréttindi,“ segir Park. Hún hvetur Íslendinga til að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Sjá meira
Yeonmi Park er fædd í Norður-Kóreu árið 1993, en flúði með móður sinni til Kína árið 2007. Þar lentu þær í klóm glæpamanna sem seldu þær mansali fyrir andvirði fáeinna þúsundkalla. Þeim tókst að losna úr ánauðinni og með aðstoð kínverskra og suðurkóreskra kristniboða komust þær til Suður-Kóreu tveimur árum seinna til að hefja nýtt líf. Líf þar sem Park gat verið frjáls. Park vakti heimsathygli þegar hún flutti ræðu á ráðstefnunni One Young World árið 2014 í Dublin á Írlandi. Sagan um flóttann vakti gríðarlega athygli og á tveimur dögum horfðu 50 milljónir manna á fyrirlestur hennar. Park vekur jafn mikla athygli hér á landi og annars staðar í heiminum því Hátíðarsalur Háskóla Íslands troðfylltist í gær þegar hún sagði sögu sína. „Ég hafði aldrei heyrt um Ísland í bernsku. Það eru bara mjög fá ríki sem maður heyrir um í Norður-Kóreu. Ég held að ég hafi bara fyrst heyrt af Íslandi á síðasta ári. Ég er enn að læra um fjöldamörg lönd. En einu ríkin sem ég heyrði um í Norður-Kóreu voru Kína, Bandarísku bastarðarnir, Japan og kannski Rússland. Þetta voru kannski fjögur til fimm ríki sem maður fékk að heyra um og maður fékk að heyra að öll hin ríkin í heiminum væru að reyna að ráðast gegn okkur og að við þyrftum sterkan leiðtoga til að verja okkur,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Hún segir mannréttindi vera fótum troðin í ættlandi sínu. Í raun viti borgararnir ekki hvað mannréttindi eru. „Í Norður-Kóreu er enginn einstaklingur. Við notum ekki hugtökin minnihlutahópur eða einstaklingur. Við vitum bara að við erum uppreisnarmenn. Tilgangur okkar er að þjóna flokknum og að þjóna landinu. Við höfum ekki internet og höfum bara eina sjónvarpsstöð,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Það hefði líka verið mjög sérstök upplifun að koma til Vesturlanda og sjá tímarit. „Við höfum ekkert svoleiðis.“ En Park segir að þó að hún hafi þráð að komast frá Norður-Kóreu hafi verið erfitt að venjast frelsinu í Suður-Kóreu. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér á meðan ég var frjáls. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það þýðir að vera frjáls. Það er mjög flókið hugtak fyrir mér. Í upphafi þegar ég kom til Suður-Kóreu sagði fólk mér að ég yrði spurð að því hver væri uppáhaldsliturinn minn. Ég vissi ekki hver uppáhaldsliturinn minn var. Í Norður-Kóreu var mér bara sagt að uppáhaldsliturinn minn væri rauður. Litur uppreisnarinnar,“ sagði hún. Hún hafi hreinlega ekki áttað sig á því að það skipti einhverju máli hvað henni fannst. Vestrænir fjölmiðlar hafa á undanförnum vikum sagt frá kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. Park segist óttast þær. „Ég held að við höfum áttað okkur á því hversu hættulegt þetta einræði er. Því enginn getur stoppað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur núna. Ég veit ekki hvað gerist en það sem ég veit er að breytingarnar verða að eiga rót sína hjá fólkinu í Norður-Kóreu. Þær geta ekki átt rót sína annars staðar. Fólkið í Norður-Kóreu verður að skilja að það er þrælar. Fólkið veit ekki að það er þrælar, það skilur ekki að það á að búa við mannréttindi,“ segir Park. Hún hvetur Íslendinga til að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Var úthúðuð af skipuleggjanda en vann Ungfrú alheim Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Sjá meira