Landeigendur í Fljótshlíð telja dóm um varnargarð hunsaðan Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Markarfljótið sækir hart að grónu landi í Fljótshlíðinni eftir að legu varnargarðs var breytt segja landeigendur. Fréttablaðið/Vilhelm „Vegagerðin og Landgræðslan hafa aldrei viljað hlusta á neitt sem við höfum lagt til málanna heldur hafa bara verið með skæting við okkur,“ segir Anna Runólfsdóttir á bænum Fljótsdal, einn landeigenda í Fljótshlíð, sem vilja breytingar á varnargarði sem þeir segja valda landbroti við Markarfljót. Er Eyjafjallajökull gaus árið 2010 komi flóð niður Markarfljót og varnargarður frá 1946 skemmdist. Anna segir að Vegagerðin og Landgræðslan hafi þrátt fyrir mótmæli landeigenda fengið framkvæmdaleyfi frá Rangárþingi eystra fyrir gerð varnargarðs í breyttri mynd. „Þeir segja að of mikið viðhald hafi verið á gamla garðinum og ákváðu að gera þetta allt þægilegra fyrir sig. Við landeigendur hér í innhlíðinni héldum því fram frá fyrsta degi að þetta myndi óhjákvæmilega breyta rennslinu því garðurinn var miklu mýkri og endinn á honum beindi fljótinu upp í átt til okkar í staðinn fyrir þangað sem brýrnar eru yfir Markarfljót,“ rekur Anna. Að sögn Önnu reyndist grunurinn réttur. Strax sumarið 2011 hafi orðið mikið landbrot. „Þá skemmdist land sem ekki skemmdist í flóðunum árið á undan,“ segir Anna sem telur að á bilinu 100 til 150 hektarar lands, sem hafi gróið upp eftir að gamli varnargarðurinn var byggður, hafi nú skolast burt. „Sex árum eftir eldgos unnum við dómsmál fyrir Hæstarétti þar sem það er sýnt fram á að þeir hafi alls ekki sinnt nokkurri rannsóknarskyldu áður en þessu var breytt og hafi haldið fram alls konar leiðindum á meðan á þessu stóð.“ Í dómi Hæstaréttar í máli landeigendanna gegn Vegagerðinni, Landgræðslunni og Rangárþingi eystra í febrúar 2016 segir meðal annars að sannað sé að Markarfljótið brjóti með öðrum hætti á garðinum eftir breytinguna. Ekki væri séð að sveitarfélagið hefði sinnt ábendingum landeigenda um mögulegar afleiðingar þess að endurreisa varnargarðinn í breyttri mynd. Málið hafi því ekki verið kannað í samræmi við stjórnsýslulög og því féllist Hæstiréttur á kröfu landeigendanna um að ógilda framkvæmdaleyfið. „Síðan þessi dómur féll höfum við beðið eftir að sótt verði um nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breyttum garði,“ segir Anna. Síðan dómurinn féll hafi framkvæmdaaðilarnir látið gera útreikninga og rennslislíkön því þeir vilji alls ekki breyta garðinum. „Við vorum eiginlega hissa á því að þeir skyldu birtu niðurstöðurnar en ekki stinga þeim ofan í skúffu því öll líkönin sýndu mjög skýrt að þessi nýja lögun á garðinum myndi auka rennslið til norðurs, nákvæmlega eins og við sögðum.“ Anna hefur nú skrifað sveitarfélaginu bréf. „Þeir þurfa að gera eitthvað en ekki bíða eftir því að einhverjir aðrir geri eitthvað.“ Sveitarstjórnin fól Ísólfi Gylfa Pálmasyni að upplýsa landeigendur um stöðuna. Ekki náðist í hann í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
„Vegagerðin og Landgræðslan hafa aldrei viljað hlusta á neitt sem við höfum lagt til málanna heldur hafa bara verið með skæting við okkur,“ segir Anna Runólfsdóttir á bænum Fljótsdal, einn landeigenda í Fljótshlíð, sem vilja breytingar á varnargarði sem þeir segja valda landbroti við Markarfljót. Er Eyjafjallajökull gaus árið 2010 komi flóð niður Markarfljót og varnargarður frá 1946 skemmdist. Anna segir að Vegagerðin og Landgræðslan hafi þrátt fyrir mótmæli landeigenda fengið framkvæmdaleyfi frá Rangárþingi eystra fyrir gerð varnargarðs í breyttri mynd. „Þeir segja að of mikið viðhald hafi verið á gamla garðinum og ákváðu að gera þetta allt þægilegra fyrir sig. Við landeigendur hér í innhlíðinni héldum því fram frá fyrsta degi að þetta myndi óhjákvæmilega breyta rennslinu því garðurinn var miklu mýkri og endinn á honum beindi fljótinu upp í átt til okkar í staðinn fyrir þangað sem brýrnar eru yfir Markarfljót,“ rekur Anna. Að sögn Önnu reyndist grunurinn réttur. Strax sumarið 2011 hafi orðið mikið landbrot. „Þá skemmdist land sem ekki skemmdist í flóðunum árið á undan,“ segir Anna sem telur að á bilinu 100 til 150 hektarar lands, sem hafi gróið upp eftir að gamli varnargarðurinn var byggður, hafi nú skolast burt. „Sex árum eftir eldgos unnum við dómsmál fyrir Hæstarétti þar sem það er sýnt fram á að þeir hafi alls ekki sinnt nokkurri rannsóknarskyldu áður en þessu var breytt og hafi haldið fram alls konar leiðindum á meðan á þessu stóð.“ Í dómi Hæstaréttar í máli landeigendanna gegn Vegagerðinni, Landgræðslunni og Rangárþingi eystra í febrúar 2016 segir meðal annars að sannað sé að Markarfljótið brjóti með öðrum hætti á garðinum eftir breytinguna. Ekki væri séð að sveitarfélagið hefði sinnt ábendingum landeigenda um mögulegar afleiðingar þess að endurreisa varnargarðinn í breyttri mynd. Málið hafi því ekki verið kannað í samræmi við stjórnsýslulög og því féllist Hæstiréttur á kröfu landeigendanna um að ógilda framkvæmdaleyfið. „Síðan þessi dómur féll höfum við beðið eftir að sótt verði um nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breyttum garði,“ segir Anna. Síðan dómurinn féll hafi framkvæmdaaðilarnir látið gera útreikninga og rennslislíkön því þeir vilji alls ekki breyta garðinum. „Við vorum eiginlega hissa á því að þeir skyldu birtu niðurstöðurnar en ekki stinga þeim ofan í skúffu því öll líkönin sýndu mjög skýrt að þessi nýja lögun á garðinum myndi auka rennslið til norðurs, nákvæmlega eins og við sögðum.“ Anna hefur nú skrifað sveitarfélaginu bréf. „Þeir þurfa að gera eitthvað en ekki bíða eftir því að einhverjir aðrir geri eitthvað.“ Sveitarstjórnin fól Ísólfi Gylfa Pálmasyni að upplýsa landeigendur um stöðuna. Ekki náðist í hann í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira