Sport

Khabib: Það á að taka beltið af Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru margir til í að sjá Khabib berjast við Conor.
Það eru margir til í að sjá Khabib berjast við Conor. vísir/getty
Það er meira en ár síðan Conor McGregor varð léttvigtarmeistari hjá UFC og það liggur ekki enn fyrir hvenær hann ætlar að verja beltið sitt.

Conor varði aldrei beltið sitt í fjaðurvigtinni og fór upp í léttvigt til þess að verða tvöfaldur meistari. Á meðan aðrir í vigtinni hans berjast um réttinn til þess að mæta honum var Conor að boxa við Floyd Mayweather.

„Hann er ekki meiddur og hefur ekki varið beltið í rúmt ár. Það er ekki gott,“ segir Khabib Nurmagomedov sem er ansi líklegur til þess fá tækifæri á beltinu en hann þarf fyrst að komast í gegnum Edson Barboza á UFC 219 sem fer fram þann 30. desember.

„Menn verða að verja beltið sitt. Ég var mjög hrifinn af því hvernig Georges St-Pierre hagaði sér í sömu stöðu. Er hann sá að hann gæti ekki barist þá gaf hann beltið frá sér. Hann var ekki í því að halda þyngdarflokknum í gíslingu. Svona ákvarðanir taka alvöru meistarar.“

Það er rúmt ár síðan Kahbib barðist síðast en hann lenti í miklum vandræðum í síðasta niðurskurði og veiktist illa. Hann segir að allt sé á réttri leið fyrir bardagann sem er handan við hornið.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×