Hefur tvívegis beðið ljósmyndarann sem hann sparkaði í afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2017 12:43 Josh Homme á tónleikunum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Vísir/Getty Josh Homme, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, hefur beðist afsökunar á það hafa sparkað í andlit ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren en hún sagði að greinilegur ásetningu hefði verið í sparki Homme. Birt var yfirlýsing frá Josh Homme á Twitter-síðu Queens of the Stone Age en þar sagði hann innlifun sína á tónleikunum hafa orðið þess valdandi að hann gleymdi stund og stað. „Ég sparkaði í ljósabúnað á sviði. Mér var bent á í dag að á meðal þess sem ég hélt að hefði verið búnaður á sviði hafi verið myndavél sem ljósmyndarinn Chelsea Lauren hélt á. Það var ekki ætlun mín og mér þykir það leit. Ég myndi aldrei viljandi valda neinum skaða sem er á tónleikum sveitarinnar og vonast til að Chelsea meðtaki þessa einlægu afsökunarbeiðni mína,“ segir í yfirlýsingu Homme.pic.twitter.com/JCtdOAFEbq— QOTSA (@qotsa) December 10, 2017 Hann birti svo aðra afsökunarbeiðni í myndbandsformi þar sem hann sagði hegðun sína hafa verið óafsakanlega. „Ég var algjör asni og þykir það miður og vona að þú sért í lagi. Ég hef gert mörg mistök og þar á meðal er það sem gerðist í gærkvöldi. Ég vil vera góður maður en tókst það ekki í gærkvöldi.“pic.twitter.com/LUdxsTQE6P— QOTSA (@qotsa) December 11, 2017 Fjallað var ítarlega um málið á vef Variety en þar kom fram að Homme hefði skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015. Thanks to Josh Homme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Tengdar fréttir Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Josh Homme, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, hefur beðist afsökunar á það hafa sparkað í andlit ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren en hún sagði að greinilegur ásetningu hefði verið í sparki Homme. Birt var yfirlýsing frá Josh Homme á Twitter-síðu Queens of the Stone Age en þar sagði hann innlifun sína á tónleikunum hafa orðið þess valdandi að hann gleymdi stund og stað. „Ég sparkaði í ljósabúnað á sviði. Mér var bent á í dag að á meðal þess sem ég hélt að hefði verið búnaður á sviði hafi verið myndavél sem ljósmyndarinn Chelsea Lauren hélt á. Það var ekki ætlun mín og mér þykir það leit. Ég myndi aldrei viljandi valda neinum skaða sem er á tónleikum sveitarinnar og vonast til að Chelsea meðtaki þessa einlægu afsökunarbeiðni mína,“ segir í yfirlýsingu Homme.pic.twitter.com/JCtdOAFEbq— QOTSA (@qotsa) December 10, 2017 Hann birti svo aðra afsökunarbeiðni í myndbandsformi þar sem hann sagði hegðun sína hafa verið óafsakanlega. „Ég var algjör asni og þykir það miður og vona að þú sért í lagi. Ég hef gert mörg mistök og þar á meðal er það sem gerðist í gærkvöldi. Ég vil vera góður maður en tókst það ekki í gærkvöldi.“pic.twitter.com/LUdxsTQE6P— QOTSA (@qotsa) December 11, 2017 Fjallað var ítarlega um málið á vef Variety en þar kom fram að Homme hefði skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015. Thanks to Josh Homme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Tengdar fréttir Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19