Hefur tvívegis beðið ljósmyndarann sem hann sparkaði í afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2017 12:43 Josh Homme á tónleikunum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Vísir/Getty Josh Homme, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, hefur beðist afsökunar á það hafa sparkað í andlit ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren en hún sagði að greinilegur ásetningu hefði verið í sparki Homme. Birt var yfirlýsing frá Josh Homme á Twitter-síðu Queens of the Stone Age en þar sagði hann innlifun sína á tónleikunum hafa orðið þess valdandi að hann gleymdi stund og stað. „Ég sparkaði í ljósabúnað á sviði. Mér var bent á í dag að á meðal þess sem ég hélt að hefði verið búnaður á sviði hafi verið myndavél sem ljósmyndarinn Chelsea Lauren hélt á. Það var ekki ætlun mín og mér þykir það leit. Ég myndi aldrei viljandi valda neinum skaða sem er á tónleikum sveitarinnar og vonast til að Chelsea meðtaki þessa einlægu afsökunarbeiðni mína,“ segir í yfirlýsingu Homme.pic.twitter.com/JCtdOAFEbq— QOTSA (@qotsa) December 10, 2017 Hann birti svo aðra afsökunarbeiðni í myndbandsformi þar sem hann sagði hegðun sína hafa verið óafsakanlega. „Ég var algjör asni og þykir það miður og vona að þú sért í lagi. Ég hef gert mörg mistök og þar á meðal er það sem gerðist í gærkvöldi. Ég vil vera góður maður en tókst það ekki í gærkvöldi.“pic.twitter.com/LUdxsTQE6P— QOTSA (@qotsa) December 11, 2017 Fjallað var ítarlega um málið á vef Variety en þar kom fram að Homme hefði skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015. Thanks to Josh Homme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST Tengdar fréttir Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Josh Homme, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Queens of the Stone Age, hefur beðist afsökunar á það hafa sparkað í andlit ljósmyndara á tónleikum í Los Angeles síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarinn sem um ræðir er Chelsea Lauren en hún sagði að greinilegur ásetningu hefði verið í sparki Homme. Birt var yfirlýsing frá Josh Homme á Twitter-síðu Queens of the Stone Age en þar sagði hann innlifun sína á tónleikunum hafa orðið þess valdandi að hann gleymdi stund og stað. „Ég sparkaði í ljósabúnað á sviði. Mér var bent á í dag að á meðal þess sem ég hélt að hefði verið búnaður á sviði hafi verið myndavél sem ljósmyndarinn Chelsea Lauren hélt á. Það var ekki ætlun mín og mér þykir það leit. Ég myndi aldrei viljandi valda neinum skaða sem er á tónleikum sveitarinnar og vonast til að Chelsea meðtaki þessa einlægu afsökunarbeiðni mína,“ segir í yfirlýsingu Homme.pic.twitter.com/JCtdOAFEbq— QOTSA (@qotsa) December 10, 2017 Hann birti svo aðra afsökunarbeiðni í myndbandsformi þar sem hann sagði hegðun sína hafa verið óafsakanlega. „Ég var algjör asni og þykir það miður og vona að þú sért í lagi. Ég hef gert mörg mistök og þar á meðal er það sem gerðist í gærkvöldi. Ég vil vera góður maður en tókst það ekki í gærkvöldi.“pic.twitter.com/LUdxsTQE6P— QOTSA (@qotsa) December 11, 2017 Fjallað var ítarlega um málið á vef Variety en þar kom fram að Homme hefði skorið ennið á sér viljandi skömmu eftir atvikið. Hann kallaði áhorfendur tónleikanna „þroskahefta“ og hafði þetta að segja um bresku sveitina Muse, sem var eitt af aðalatriðum tónleikanna: „Fuck Muse!“ Hann hvatti einnig áhorfendur til að baula á sig, bað þá einnig um að klæða sig úr buxunum og sagði: „Ég vil veita ykkur kvöld sem þið munið aldrei gleyma.“ Josh Homme kom til Íslands árið 2005 og lék þá á tónleikum með hljómsveit sinni Queens of the Stone Age í Egilshöll ásamt hljómsveitinni Foo Fighters. Homme er einnig trommari bandarísku sveitarinnar Eagles of Death Metal sem spilaði á tónleikum á Bataclan í París þar sem hryðjuverkamenn myrtu 89 tónleikagesti í nóvember árið 2015. Thanks to Josh Homme @queensofthestoneage I now get to spend my night in the ER. Seriously, WHO DOES THAT?!? #joshhomme #queensofthestoneage #qotsa #qotsafamily #concertphotography #musicphotographer A post shared by Chelsea Lauren (@chelsealaurenla) on Dec 9, 2017 at 11:38pm PST
Tengdar fréttir Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Söngvari Queens of the Stone Age sparkaði í andlit ljósmyndara "Þetta var augljóslega viljandi.“ 10. desember 2017 19:19