Á annan tug umsókna um leyfi fyrir sjókvíaeldi í vinnslu hjá Umhverfisstofnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2017 19:00 Á annan tug umsókna um starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun. Alls hefur stofnunin gefið út áttatíu og átta leyfi til fiskeldis á landinu öllu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fiskeldi í mars. Fiskeldi hefur verið ört stækkandi atvinnugrein hér á landi á síðustu árum. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin hafi gefið út alls áttatíu og átta starfsleyfi vegna fiskeldis og áttatíu og fimm þeirra eru enn virk. Langflest þeirra eru á Vestfjörðum. Hér er ýmist um að ræða laxeldi, silungseldi, bleikjueldi, þorskeldi og hrognaeldi. Mjög mörg leyfanna eru vegna sjókvíaeldis en einnig vegna fiseldis á landi í eldiskerjum eða tjörnum. Starfsleyfin hafa langan gildistíma en sum þeirra renna út árið 2030. „Leyfin eru ekki öll virk en ef starfsleyfi hefur verið gefið út þá er viðkomandi starfsemi háð eftirliti. Það eru nokkrar stöðvar sem eru ekki í notkun og þá veitum við starfsleyfishafanum leiðbeiningar um að hann geti fengið starfsleyfið fellt niður þegar búið er að ganga frá,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Skilyrði fyrir starfsleyfi eru nokkuð ítarleg og er málsmeðferðartími hjá Umhverfisstofnun frá rúmlega sex mánuðum og upp úr. Samhliða starfsleyfi þarf sá sem ætlar að reka fiskeldi að fá sérstakt rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun. Fiskeldi er ört stækkandi atvinnugrein sem skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum.Vísir/pjeturSigrún segir að átján umsóknir um sjókvíafiskeldi séu í vinnslu hjá Umhverfisstofnun um þessar mundir og umsóknirnar séu á „ýmsum stigum.“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að þrjú leyfanna yrðu líklega gefin út á næstu vikum og að búist væri við því að fimm til sjö leyfi til viðbótar vegna sjókvíaeldis yrðu gefin út á fyrri hluta næsta árs. Leyfin sem eru komin lengst í vinnslu eru stækkun hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patraks- og Tálknafirði.Lagafrumvarp væntanlegt Í ágúst skilaði starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu um stefnumótun í fiskeldi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp á grundvelli tillagna starfshópsins í mars næstkomandi. Skortur á aðkomu sveitarfélaga að uppbyggingu í fiskeldi hefur sætt gagnrýni. Sigrún Ágústsdóttir segir þarna sé um að ræða mest aðkallandi breytingarnar á löggjöf sem snúi að fiskeldi. „Það sem er brýnast að bæta úr er skipulagsþátturinn því hann er einfaldlega ekki til. Það þarf að gera þetta að skipulagsskyldri starfsemi,“ segir Sigrún. Til dæmis eru nú áform um risavaxið sjóakvíalaxeldi í Fáskrúðsfirði. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í firðingum. Til viðbótar eru í ferli áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi þarna. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Loðnuvinnslan hf. mótmælti þessum áformum í síðustu viku en fyrirtækið reiðir sig á ómengaðan sjó úr firðinum. Þá hefur sætt nokkurri gagnrýni að sveitarfélagið Fjarðabyggð hafi ekki haft aðkomu að þessum stækkunaráformum. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Á annan tug umsókna um starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun. Alls hefur stofnunin gefið út áttatíu og átta leyfi til fiskeldis á landinu öllu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fiskeldi í mars. Fiskeldi hefur verið ört stækkandi atvinnugrein hér á landi á síðustu árum. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin hafi gefið út alls áttatíu og átta starfsleyfi vegna fiskeldis og áttatíu og fimm þeirra eru enn virk. Langflest þeirra eru á Vestfjörðum. Hér er ýmist um að ræða laxeldi, silungseldi, bleikjueldi, þorskeldi og hrognaeldi. Mjög mörg leyfanna eru vegna sjókvíaeldis en einnig vegna fiseldis á landi í eldiskerjum eða tjörnum. Starfsleyfin hafa langan gildistíma en sum þeirra renna út árið 2030. „Leyfin eru ekki öll virk en ef starfsleyfi hefur verið gefið út þá er viðkomandi starfsemi háð eftirliti. Það eru nokkrar stöðvar sem eru ekki í notkun og þá veitum við starfsleyfishafanum leiðbeiningar um að hann geti fengið starfsleyfið fellt niður þegar búið er að ganga frá,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Skilyrði fyrir starfsleyfi eru nokkuð ítarleg og er málsmeðferðartími hjá Umhverfisstofnun frá rúmlega sex mánuðum og upp úr. Samhliða starfsleyfi þarf sá sem ætlar að reka fiskeldi að fá sérstakt rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun. Fiskeldi er ört stækkandi atvinnugrein sem skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum.Vísir/pjeturSigrún segir að átján umsóknir um sjókvíafiskeldi séu í vinnslu hjá Umhverfisstofnun um þessar mundir og umsóknirnar séu á „ýmsum stigum.“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að þrjú leyfanna yrðu líklega gefin út á næstu vikum og að búist væri við því að fimm til sjö leyfi til viðbótar vegna sjókvíaeldis yrðu gefin út á fyrri hluta næsta árs. Leyfin sem eru komin lengst í vinnslu eru stækkun hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patraks- og Tálknafirði.Lagafrumvarp væntanlegt Í ágúst skilaði starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu um stefnumótun í fiskeldi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp á grundvelli tillagna starfshópsins í mars næstkomandi. Skortur á aðkomu sveitarfélaga að uppbyggingu í fiskeldi hefur sætt gagnrýni. Sigrún Ágústsdóttir segir þarna sé um að ræða mest aðkallandi breytingarnar á löggjöf sem snúi að fiskeldi. „Það sem er brýnast að bæta úr er skipulagsþátturinn því hann er einfaldlega ekki til. Það þarf að gera þetta að skipulagsskyldri starfsemi,“ segir Sigrún. Til dæmis eru nú áform um risavaxið sjóakvíalaxeldi í Fáskrúðsfirði. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í firðingum. Til viðbótar eru í ferli áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi þarna. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Loðnuvinnslan hf. mótmælti þessum áformum í síðustu viku en fyrirtækið reiðir sig á ómengaðan sjó úr firðinum. Þá hefur sætt nokkurri gagnrýni að sveitarfélagið Fjarðabyggð hafi ekki haft aðkomu að þessum stækkunaráformum.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira