Á annan tug umsókna um leyfi fyrir sjókvíaeldi í vinnslu hjá Umhverfisstofnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2017 19:00 Á annan tug umsókna um starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun. Alls hefur stofnunin gefið út áttatíu og átta leyfi til fiskeldis á landinu öllu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fiskeldi í mars. Fiskeldi hefur verið ört stækkandi atvinnugrein hér á landi á síðustu árum. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin hafi gefið út alls áttatíu og átta starfsleyfi vegna fiskeldis og áttatíu og fimm þeirra eru enn virk. Langflest þeirra eru á Vestfjörðum. Hér er ýmist um að ræða laxeldi, silungseldi, bleikjueldi, þorskeldi og hrognaeldi. Mjög mörg leyfanna eru vegna sjókvíaeldis en einnig vegna fiseldis á landi í eldiskerjum eða tjörnum. Starfsleyfin hafa langan gildistíma en sum þeirra renna út árið 2030. „Leyfin eru ekki öll virk en ef starfsleyfi hefur verið gefið út þá er viðkomandi starfsemi háð eftirliti. Það eru nokkrar stöðvar sem eru ekki í notkun og þá veitum við starfsleyfishafanum leiðbeiningar um að hann geti fengið starfsleyfið fellt niður þegar búið er að ganga frá,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Skilyrði fyrir starfsleyfi eru nokkuð ítarleg og er málsmeðferðartími hjá Umhverfisstofnun frá rúmlega sex mánuðum og upp úr. Samhliða starfsleyfi þarf sá sem ætlar að reka fiskeldi að fá sérstakt rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun. Fiskeldi er ört stækkandi atvinnugrein sem skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum.Vísir/pjeturSigrún segir að átján umsóknir um sjókvíafiskeldi séu í vinnslu hjá Umhverfisstofnun um þessar mundir og umsóknirnar séu á „ýmsum stigum.“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að þrjú leyfanna yrðu líklega gefin út á næstu vikum og að búist væri við því að fimm til sjö leyfi til viðbótar vegna sjókvíaeldis yrðu gefin út á fyrri hluta næsta árs. Leyfin sem eru komin lengst í vinnslu eru stækkun hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patraks- og Tálknafirði.Lagafrumvarp væntanlegt Í ágúst skilaði starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu um stefnumótun í fiskeldi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp á grundvelli tillagna starfshópsins í mars næstkomandi. Skortur á aðkomu sveitarfélaga að uppbyggingu í fiskeldi hefur sætt gagnrýni. Sigrún Ágústsdóttir segir þarna sé um að ræða mest aðkallandi breytingarnar á löggjöf sem snúi að fiskeldi. „Það sem er brýnast að bæta úr er skipulagsþátturinn því hann er einfaldlega ekki til. Það þarf að gera þetta að skipulagsskyldri starfsemi,“ segir Sigrún. Til dæmis eru nú áform um risavaxið sjóakvíalaxeldi í Fáskrúðsfirði. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í firðingum. Til viðbótar eru í ferli áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi þarna. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Loðnuvinnslan hf. mótmælti þessum áformum í síðustu viku en fyrirtækið reiðir sig á ómengaðan sjó úr firðinum. Þá hefur sætt nokkurri gagnrýni að sveitarfélagið Fjarðabyggð hafi ekki haft aðkomu að þessum stækkunaráformum. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Á annan tug umsókna um starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun. Alls hefur stofnunin gefið út áttatíu og átta leyfi til fiskeldis á landinu öllu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fiskeldi í mars. Fiskeldi hefur verið ört stækkandi atvinnugrein hér á landi á síðustu árum. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin hafi gefið út alls áttatíu og átta starfsleyfi vegna fiskeldis og áttatíu og fimm þeirra eru enn virk. Langflest þeirra eru á Vestfjörðum. Hér er ýmist um að ræða laxeldi, silungseldi, bleikjueldi, þorskeldi og hrognaeldi. Mjög mörg leyfanna eru vegna sjókvíaeldis en einnig vegna fiseldis á landi í eldiskerjum eða tjörnum. Starfsleyfin hafa langan gildistíma en sum þeirra renna út árið 2030. „Leyfin eru ekki öll virk en ef starfsleyfi hefur verið gefið út þá er viðkomandi starfsemi háð eftirliti. Það eru nokkrar stöðvar sem eru ekki í notkun og þá veitum við starfsleyfishafanum leiðbeiningar um að hann geti fengið starfsleyfið fellt niður þegar búið er að ganga frá,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Skilyrði fyrir starfsleyfi eru nokkuð ítarleg og er málsmeðferðartími hjá Umhverfisstofnun frá rúmlega sex mánuðum og upp úr. Samhliða starfsleyfi þarf sá sem ætlar að reka fiskeldi að fá sérstakt rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun. Fiskeldi er ört stækkandi atvinnugrein sem skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum.Vísir/pjeturSigrún segir að átján umsóknir um sjókvíafiskeldi séu í vinnslu hjá Umhverfisstofnun um þessar mundir og umsóknirnar séu á „ýmsum stigum.“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að þrjú leyfanna yrðu líklega gefin út á næstu vikum og að búist væri við því að fimm til sjö leyfi til viðbótar vegna sjókvíaeldis yrðu gefin út á fyrri hluta næsta árs. Leyfin sem eru komin lengst í vinnslu eru stækkun hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði og leyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patraks- og Tálknafirði.Lagafrumvarp væntanlegt Í ágúst skilaði starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu um stefnumótun í fiskeldi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram lagafrumvarp á grundvelli tillagna starfshópsins í mars næstkomandi. Skortur á aðkomu sveitarfélaga að uppbyggingu í fiskeldi hefur sætt gagnrýni. Sigrún Ágústsdóttir segir þarna sé um að ræða mest aðkallandi breytingarnar á löggjöf sem snúi að fiskeldi. „Það sem er brýnast að bæta úr er skipulagsþátturinn því hann er einfaldlega ekki til. Það þarf að gera þetta að skipulagsskyldri starfsemi,“ segir Sigrún. Til dæmis eru nú áform um risavaxið sjóakvíalaxeldi í Fáskrúðsfirði. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í firðingum. Til viðbótar eru í ferli áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi þarna. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Loðnuvinnslan hf. mótmælti þessum áformum í síðustu viku en fyrirtækið reiðir sig á ómengaðan sjó úr firðinum. Þá hefur sætt nokkurri gagnrýni að sveitarfélagið Fjarðabyggð hafi ekki haft aðkomu að þessum stækkunaráformum.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira