Mengun frá áformuðu fiskeldi jafngildir mengun frá 120 þúsund manna byggð Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 19:15 Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira