Mengun frá áformuðu fiskeldi jafngildir mengun frá 120 þúsund manna byggð Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 19:15 Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira