Skórnir alltaf aðalatriðið 14. desember 2017 10:00 Hér klæðist Arnór Nike vesti, brúnni hettupeysa úr Zöru, rifnum gallabuxum úr Urban Outfitters og brúnum Nike skóm úr Húrra Reykjavík. MYNDIR/ANTON BRINK Hinn 19 ára gamli Arnór Hermannsson ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og hefur spilað körfubolta með KR síðan hann man eftir sér. Utan körfuboltans eru tíska, tónlist og aðrar íþróttir helstu áhugamál Arnórs sem útskrifast frá Verzlunarskóla Íslands næsta vor. Hann lýsir fatastíl sínum sem mjög léttum og þægilegum. „Á venjulegum degi er ég mikið að vinna með gallabuxur og þægilega peysu eða jakka. Ég á endalaust mikið af jökkum sem eru allir mjög ólíkir. Mér finnst líka mjög gaman að klæða mig upp og henda mér í skyrtu og blazer jakka. Samt líður mér alltaf best í töff jogging buxum og bol. Skórnir eru aftur á móti alltaf aðalatriðið hjá mér.“ Markmið vetrarins hjá Arnóri er að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með KR, halda áfram að bæta leik sinn og sýna hvað í honum býr. „Næsta sumar tekur síðan við skemmtilegt og krefjandi verkefni með U20 ára landsliðinu sem maður fer auðvitað í af fullum krafti.“Svarti gallajakkinn er úr Zöru, röndótti síðermabolurinn er úr Gallerí 17 og grænu Bankastrætisbuxurnar eru frá 66°Norður. Hvítu Filling Pieces skórnir voru keyptir í Húrra Reykjavík.Lengri tíma markmið snúa að því að taka körfuboltann eins langt og hann getur. „Ég vonast til þess að geta farið til Bandaríkjanna á skólastyrk til að spila körfubolta. Annað er framtíðin svolítið óljós og ég hef voða lítið pælt í henni. Aðalatriðið er bara að vera jákvæður og njóta.“Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi segja að pabbi og bróðir minn hafi haft mestu áhrifin á klæðaburð minn. Við höfum allir mög svipaðan stíl og utan körfuboltann er tíska örugglega vinsælasta umræðuefnið á heimilinu. Það er auðvelt að líta vel út þegar maður er með tvo fagmenn í faginu í fjölskyldunni.Hvernig hefur tískuáhuginn þróast? Það má segja að tískuáhuginn sé í blóðinu. Pabbi minn hefur bæði verið verslunarstjóri hjá Sævari Karli og í Boss búðinni í Kringlunni. Tískuáhuginn hefur aukist eftir því sem ég verð eldri og sé meira um mig sjálfur. Íþróttafötin voru fyrirferðarmeiri þegar ég var yngri en núna er skemmtilegra að klæða sig upp.Skyrtan og hvíti bolurinn eru úr Gallerí 17, svörtu Libertin-Libertine buxurnar úr Húrra Reykjavík og Adidas skórnir úr Footlocker.Hvernig fylgist þú með tískunni? Aðallega í gegnum Instagram en þar fylgi ég eftir mörgum fatasíðum og einstaklingum með nettan stíl. Svo nota ég einnig öpp í símanum eins og ASOS og Urban Outfitters.Hvar kaupir þú helst fötin þín? Hérna heima kaupi ég þau aðallega í Húrra Reykjavík. Auk þess á ég nokkra flíkur frá 66°Norður. Flest öll fötin mín hef ég þó keypt í útlöndum í búðum eins og Urban Outfitters, Topman og Zöru.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég held mikið uppá Húrra Reykjavík og hef keypt nokkrar flíkur þar, þó aðallega nokkur skópör. Einnig held ég mikið upp á 66°Norður. Erlendis finnst mér ’^œp„~ra i an stn stn . ög þer r endurnUrban Outfitters og Topman standa upp úr, þær eru báðar alveg hrikalega flottar.Áttu þér uppáhaldsflík?Ég á enga eina uppáhaldsflík en er mikill áhugamaður um skó. Uppáhaldsskórnir mínir eru Air Jordan 1 North Carolina sem ég nota mikið hversdagslega.Bestu og verstu fatakaup? Bestu kaupin eru örugglega Libertine-Libertine buxurnar mínar sem ég keypti í Húrra Reykjavík. Ég nota þær bæði hversdagslega og við fínni tilefni. Verstu kaupin eru hinsvegar Jordan skór sem ég pantaði mér á Ali Express á netinu þegar sú síða var nýbyrjuð. Skórnir komu síðan tveimur númerum minni en ég pantaði þá.Notar þú einhverja fylgihluti? Mér finnst mjög gaman að kaupa flott úr og armbönd en læt hringa og hálsmenn alveg í friði. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Arnór Hermannsson ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og hefur spilað körfubolta með KR síðan hann man eftir sér. Utan körfuboltans eru tíska, tónlist og aðrar íþróttir helstu áhugamál Arnórs sem útskrifast frá Verzlunarskóla Íslands næsta vor. Hann lýsir fatastíl sínum sem mjög léttum og þægilegum. „Á venjulegum degi er ég mikið að vinna með gallabuxur og þægilega peysu eða jakka. Ég á endalaust mikið af jökkum sem eru allir mjög ólíkir. Mér finnst líka mjög gaman að klæða mig upp og henda mér í skyrtu og blazer jakka. Samt líður mér alltaf best í töff jogging buxum og bol. Skórnir eru aftur á móti alltaf aðalatriðið hjá mér.“ Markmið vetrarins hjá Arnóri er að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með KR, halda áfram að bæta leik sinn og sýna hvað í honum býr. „Næsta sumar tekur síðan við skemmtilegt og krefjandi verkefni með U20 ára landsliðinu sem maður fer auðvitað í af fullum krafti.“Svarti gallajakkinn er úr Zöru, röndótti síðermabolurinn er úr Gallerí 17 og grænu Bankastrætisbuxurnar eru frá 66°Norður. Hvítu Filling Pieces skórnir voru keyptir í Húrra Reykjavík.Lengri tíma markmið snúa að því að taka körfuboltann eins langt og hann getur. „Ég vonast til þess að geta farið til Bandaríkjanna á skólastyrk til að spila körfubolta. Annað er framtíðin svolítið óljós og ég hef voða lítið pælt í henni. Aðalatriðið er bara að vera jákvæður og njóta.“Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi segja að pabbi og bróðir minn hafi haft mestu áhrifin á klæðaburð minn. Við höfum allir mög svipaðan stíl og utan körfuboltann er tíska örugglega vinsælasta umræðuefnið á heimilinu. Það er auðvelt að líta vel út þegar maður er með tvo fagmenn í faginu í fjölskyldunni.Hvernig hefur tískuáhuginn þróast? Það má segja að tískuáhuginn sé í blóðinu. Pabbi minn hefur bæði verið verslunarstjóri hjá Sævari Karli og í Boss búðinni í Kringlunni. Tískuáhuginn hefur aukist eftir því sem ég verð eldri og sé meira um mig sjálfur. Íþróttafötin voru fyrirferðarmeiri þegar ég var yngri en núna er skemmtilegra að klæða sig upp.Skyrtan og hvíti bolurinn eru úr Gallerí 17, svörtu Libertin-Libertine buxurnar úr Húrra Reykjavík og Adidas skórnir úr Footlocker.Hvernig fylgist þú með tískunni? Aðallega í gegnum Instagram en þar fylgi ég eftir mörgum fatasíðum og einstaklingum með nettan stíl. Svo nota ég einnig öpp í símanum eins og ASOS og Urban Outfitters.Hvar kaupir þú helst fötin þín? Hérna heima kaupi ég þau aðallega í Húrra Reykjavík. Auk þess á ég nokkra flíkur frá 66°Norður. Flest öll fötin mín hef ég þó keypt í útlöndum í búðum eins og Urban Outfitters, Topman og Zöru.Áttu þér uppáhaldsverslanir? Ég held mikið uppá Húrra Reykjavík og hef keypt nokkrar flíkur þar, þó aðallega nokkur skópör. Einnig held ég mikið upp á 66°Norður. Erlendis finnst mér ’^œp„~ra i an stn stn . ög þer r endurnUrban Outfitters og Topman standa upp úr, þær eru báðar alveg hrikalega flottar.Áttu þér uppáhaldsflík?Ég á enga eina uppáhaldsflík en er mikill áhugamaður um skó. Uppáhaldsskórnir mínir eru Air Jordan 1 North Carolina sem ég nota mikið hversdagslega.Bestu og verstu fatakaup? Bestu kaupin eru örugglega Libertine-Libertine buxurnar mínar sem ég keypti í Húrra Reykjavík. Ég nota þær bæði hversdagslega og við fínni tilefni. Verstu kaupin eru hinsvegar Jordan skór sem ég pantaði mér á Ali Express á netinu þegar sú síða var nýbyrjuð. Skórnir komu síðan tveimur númerum minni en ég pantaði þá.Notar þú einhverja fylgihluti? Mér finnst mjög gaman að kaupa flott úr og armbönd en læt hringa og hálsmenn alveg í friði.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning