Innlent

Fyrsti skíðadagurinn á Akureyri

Kjartan Kjartansson skrifar
Úr Hlíðarfjalli á Akureyri.
Úr Hlíðarfjalli á Akureyri. Vísir/VIlhelm
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið frá kl. 11 til 17 í dag en þetta er fyrsti opnunardagur vetrarins. Hiti er nú við frostmark og hægur vindur, að sögn stjórnenda svæðsins.

Í tilkynningu kemur fram að Andrésarbrekka og Töfrateppið verði opin. Í færslu á Facebook-síðu Hlíðarfjalls kemur ennfremur fram að 1,2 kílómetrar í göngubraut verði opnir.

Veðurstofan spáir víða rólegheitaveðri í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×