Ástandið á leigumarkaði veldur því að fólk lætur gæludýrin frá sér Baldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA „Húsnæðismál eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins – sem starfað hefur í næstum áratug – hafa tæplega sex þúsund gæludýr fengið nýtt heimili. Þeir dýralæknar og forsvarsmenn dýraspítala, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segja að fyrir tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi mörgum gæludýrum verið þyrmt. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og einn eigenda Dýraspítalans í Víðidal, segir það oft þyngra en tárum taki þegar eina úrræðið sé að lóga dýrunum. Hún segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin sín vegna aðstæðna á leigumarkaði en algengt er að gæludýrahald sé ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi sérstaklega við eldri borgara, sem flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýrahald sé bannað. Lísa segir sorglegt hversu oft sé horft fram hjá rannsóknum sem sýni hvaða jákvæðu áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra fólks. Valgerður segir að með tilkomu samfélagsmiðla reynist nú miklu auðveldara en áður að finna dýrum ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr var eini sénsinn að svæfa – það var enginn markaður,“ segir hún. Valgerður nefnir þó að það sé ekki sjálfgefið að dýrin taki vistaskiptunum vel. Í sumum tilvikum brjótist fram hegðunarvandamál hjá dýrunum sem séu afleiðing streitu. Hún segir að á hverjum degi komi fram fólk sem þurfi, vegna flutninga eða reglna um dýrahald, að láta frá sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó lógað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
„Húsnæðismál eru ein aðalástæða þess að fólk þarf að láta frá sér dýr,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, en fyrir tilstuðlan félagsins – sem starfað hefur í næstum áratug – hafa tæplega sex þúsund gæludýr fengið nýtt heimili. Þeir dýralæknar og forsvarsmenn dýraspítala, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segja að fyrir tilstuðlan Dýrahjálparinnar hafi mörgum gæludýrum verið þyrmt. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir og einn eigenda Dýraspítalans í Víðidal, segir það oft þyngra en tárum taki þegar eina úrræðið sé að lóga dýrunum. Hún segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk þurfi að láta aflífa dýrin sín vegna aðstæðna á leigumarkaði en algengt er að gæludýrahald sé ekki leyft í leiguhúsnæði. Það eigi sérstaklega við eldri borgara, sem flytji í þjónustuíbúðir þar sem dýrahald sé bannað. Lísa segir sorglegt hversu oft sé horft fram hjá rannsóknum sem sýni hvaða jákvæðu áhrif gæludýr geti haft á heilsu eldra fólks. Valgerður segir að með tilkomu samfélagsmiðla reynist nú miklu auðveldara en áður að finna dýrum ný heimili. Fleiri séu reiðubúnir að taka að sér stálpuð dýr. „Áður fyrr var eini sénsinn að svæfa – það var enginn markaður,“ segir hún. Valgerður nefnir þó að það sé ekki sjálfgefið að dýrin taki vistaskiptunum vel. Í sumum tilvikum brjótist fram hegðunarvandamál hjá dýrunum sem séu afleiðing streitu. Hún segir að á hverjum degi komi fram fólk sem þurfi, vegna flutninga eða reglna um dýrahald, að láta frá sér dýrin. Fæstum dýrunum sé þó lógað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira