Átta milljónum fátækari og 135 kílóum léttari Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:30 Mama June hefur breyst mikið síðustu mánuði. Vísir / Getty Images Raunveruleikastjarnan Mama June Shannon gerði fyrst garðinn frægan í þáttunum Toddlers & Tiaras með dóttur sinni Alönu „Honey Boo Boo“. Í þáttunum var fylgst með nokkrum fjölskyldum sem áttu það sameiginlegt að börn þeirra tóku þátt í fegurðarsamkeppnum fyrir börn. Mama, Alana og fjölskylda þeirra vakti svo mikla lukku að síðar meir fengu þau sinn eigin þátt, Here Comes Honey Boo Boo sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni TLC árið 2012 til 2014. Þættirnir Here Comes Honey Boo Boo fengu vægast sagt hræðilega dóma og var hætt við framleiðslu á þeim árið 2014 þegar grunur kviknaði um að Mama June Shannon væri í sambandi með dæmdum kynferðisafbrotamanni. Spaghettí, smjör og tómatsósaMama June, Alana og restin af fjölskyldunni hefur samt náð að halda sér í sviðsljósinu og hefur raunveruleikaþáttamóðirin vakið gríðarlega athygli undanfarið, eftir að hún náði að léttast um 135 kíló, en eitt af því sem var gagnrýnt í sjónvarpsþáttunum um fjölskylduna var holdafar Mama June og rétturinn „sketti“ sem hún bauð fjölskyldu sinni oftar en ekki uppá, en sá réttur inniheldur spaghettí, fullt af smjöri og nóg af tómatsósu.Mæðgurnar Alana og Mama June áður en sú síðarnefnda breytti um lífsstíl.Vísir / Getty ImagesHrædd á sjúkrahúsinuMama June ákvað að breyta lífi sínu í fyrra og að sjálfsögðu var búinn til heil sjónvarpsþáttasería um ferðalag hennar, þættirnir Mama June: From Not to Hot, sem sýndir voru á WEtv. Þættirnir urðu alls sjö talsins og í fyrsta þættinum sást Mama June fara inn á skurðstofu á leið í magaermisaðgerð, eða gastric sleeve surgery. Ástæðan fyrir því að hún vildi léttast og lifa heilsusamlegra lífi var til að líta vel út í brúðkaupi fyrrverandi eiginmanns síns, Mike „Sugar Bear“ Thompson, sem hélt framhjá henni eins og frægt er orðið. „Ég á eftir að líta allt öðruvísi út. Ég er líka hrædd,“ sagði Mama June rétt áður en henni var skutlað inn á skurðstofuna.„Það er mjórri manneskja inní mér“Raunveruleikaþáttastjarnan lét sér ekki nægja að fara í aðgerð til að losna við aukakílóin heldur réð líka þjálfarann Kenya Crooks sem lét Mama June fjarlægja ýmislegt af heimilinu, eins og nammi og ís. Mama June var oft við það að gefast upp í þessu ferli en hélt ótrauð áfram.„Að fara í aðgerð er það ógnvænlegasta sem ég hef gert en það er mjórri manneskja inní mér,“ sagði hún í þáttunum From Not to Hot, en bætti við að henni liði betur með breyttari lífsháttum.„Mér hefur aldrei liðið svona vel áður. Að borða hollt gefur mér meiri orku, sem gerir mér kleift að æfa meira og léttast hraðar.“Mama June geislar í dag og er nær óþekkjanleg.Vísir / Getty ImagesÆtlar ekki í fleiri aðgerðirMama June fór ekki aðeins í magaermi til að líta betur út, heldur einnig í brjóstastækkun og aðgerð til að losa sig við lafandi húð á maga, handleggjum og hálsi. Hún þurfti sjálf að borga fyrir allar aðgerðirnar, þó að WEtv hafi fengið að fylgjast með þessu ferli hennar, og nemur heildarkostnaður 75 þúsundum dollara, tæplega átta milljónum króna. Mama June ætlar ekki í fleiri aðgerðir.Þegar Mama June byrjaði í þessari lífsstílsbreytingu var hún rúmlega 225 kíló. Í dag er hún rétt um 90 kíló og gengur vel að viðhalda þyngd sinni. Og auðvitað er móðirin búin að landa enn, einum raunveruleikaþættinum. Í janúar á næsta ári verður nefnilega frumsýnd önnur sería af Mama June: From Not to Hot. En þar sem Mama June er búin að losa sig við aukakílóin, bregður hún sér í hlutverk fegurðardrottningar og tekur þátt í hinum ýmsu fegurðarsamkeppnum, líkt og dóttirin Alana gerði þegar heimurinn fékk fyrst að kynnast þessum mæðgum. Svona fer sagan í hringi. Tengdar fréttir Mama June deitaði annan barnaníðing Eignaðist með honum dóttur sem er sautján ára í dag. 29. október 2014 19:30 Honey Boo Boo tekin af dagskrá Mama June sögð vera í sambandi með kynferðisafbrotamanni. 24. október 2014 21:00 Mama June svarar fyrir sig "Það sem er í forgangi hjá mér er að vernda börnin mín.“ 30. október 2014 21:00 Honey Boo Boo í bílslysi Fjölskyldan er á batavegi. 8. janúar 2014 09:45 Myndir af Mama June með kynferðisafbrotamanninum Segist hafa hætt með honum fyrir tíu árum síðan. 27. október 2014 15:00 Börnin ekki tekin af Mama June Brýtur ekki lögin með því að vera í ástarsambandi með barnaníðingi. 28. október 2014 18:00 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Raunveruleikastjarnan Mama June Shannon gerði fyrst garðinn frægan í þáttunum Toddlers & Tiaras með dóttur sinni Alönu „Honey Boo Boo“. Í þáttunum var fylgst með nokkrum fjölskyldum sem áttu það sameiginlegt að börn þeirra tóku þátt í fegurðarsamkeppnum fyrir börn. Mama, Alana og fjölskylda þeirra vakti svo mikla lukku að síðar meir fengu þau sinn eigin þátt, Here Comes Honey Boo Boo sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni TLC árið 2012 til 2014. Þættirnir Here Comes Honey Boo Boo fengu vægast sagt hræðilega dóma og var hætt við framleiðslu á þeim árið 2014 þegar grunur kviknaði um að Mama June Shannon væri í sambandi með dæmdum kynferðisafbrotamanni. Spaghettí, smjör og tómatsósaMama June, Alana og restin af fjölskyldunni hefur samt náð að halda sér í sviðsljósinu og hefur raunveruleikaþáttamóðirin vakið gríðarlega athygli undanfarið, eftir að hún náði að léttast um 135 kíló, en eitt af því sem var gagnrýnt í sjónvarpsþáttunum um fjölskylduna var holdafar Mama June og rétturinn „sketti“ sem hún bauð fjölskyldu sinni oftar en ekki uppá, en sá réttur inniheldur spaghettí, fullt af smjöri og nóg af tómatsósu.Mæðgurnar Alana og Mama June áður en sú síðarnefnda breytti um lífsstíl.Vísir / Getty ImagesHrædd á sjúkrahúsinuMama June ákvað að breyta lífi sínu í fyrra og að sjálfsögðu var búinn til heil sjónvarpsþáttasería um ferðalag hennar, þættirnir Mama June: From Not to Hot, sem sýndir voru á WEtv. Þættirnir urðu alls sjö talsins og í fyrsta þættinum sást Mama June fara inn á skurðstofu á leið í magaermisaðgerð, eða gastric sleeve surgery. Ástæðan fyrir því að hún vildi léttast og lifa heilsusamlegra lífi var til að líta vel út í brúðkaupi fyrrverandi eiginmanns síns, Mike „Sugar Bear“ Thompson, sem hélt framhjá henni eins og frægt er orðið. „Ég á eftir að líta allt öðruvísi út. Ég er líka hrædd,“ sagði Mama June rétt áður en henni var skutlað inn á skurðstofuna.„Það er mjórri manneskja inní mér“Raunveruleikaþáttastjarnan lét sér ekki nægja að fara í aðgerð til að losna við aukakílóin heldur réð líka þjálfarann Kenya Crooks sem lét Mama June fjarlægja ýmislegt af heimilinu, eins og nammi og ís. Mama June var oft við það að gefast upp í þessu ferli en hélt ótrauð áfram.„Að fara í aðgerð er það ógnvænlegasta sem ég hef gert en það er mjórri manneskja inní mér,“ sagði hún í þáttunum From Not to Hot, en bætti við að henni liði betur með breyttari lífsháttum.„Mér hefur aldrei liðið svona vel áður. Að borða hollt gefur mér meiri orku, sem gerir mér kleift að æfa meira og léttast hraðar.“Mama June geislar í dag og er nær óþekkjanleg.Vísir / Getty ImagesÆtlar ekki í fleiri aðgerðirMama June fór ekki aðeins í magaermi til að líta betur út, heldur einnig í brjóstastækkun og aðgerð til að losa sig við lafandi húð á maga, handleggjum og hálsi. Hún þurfti sjálf að borga fyrir allar aðgerðirnar, þó að WEtv hafi fengið að fylgjast með þessu ferli hennar, og nemur heildarkostnaður 75 þúsundum dollara, tæplega átta milljónum króna. Mama June ætlar ekki í fleiri aðgerðir.Þegar Mama June byrjaði í þessari lífsstílsbreytingu var hún rúmlega 225 kíló. Í dag er hún rétt um 90 kíló og gengur vel að viðhalda þyngd sinni. Og auðvitað er móðirin búin að landa enn, einum raunveruleikaþættinum. Í janúar á næsta ári verður nefnilega frumsýnd önnur sería af Mama June: From Not to Hot. En þar sem Mama June er búin að losa sig við aukakílóin, bregður hún sér í hlutverk fegurðardrottningar og tekur þátt í hinum ýmsu fegurðarsamkeppnum, líkt og dóttirin Alana gerði þegar heimurinn fékk fyrst að kynnast þessum mæðgum. Svona fer sagan í hringi.
Tengdar fréttir Mama June deitaði annan barnaníðing Eignaðist með honum dóttur sem er sautján ára í dag. 29. október 2014 19:30 Honey Boo Boo tekin af dagskrá Mama June sögð vera í sambandi með kynferðisafbrotamanni. 24. október 2014 21:00 Mama June svarar fyrir sig "Það sem er í forgangi hjá mér er að vernda börnin mín.“ 30. október 2014 21:00 Honey Boo Boo í bílslysi Fjölskyldan er á batavegi. 8. janúar 2014 09:45 Myndir af Mama June með kynferðisafbrotamanninum Segist hafa hætt með honum fyrir tíu árum síðan. 27. október 2014 15:00 Börnin ekki tekin af Mama June Brýtur ekki lögin með því að vera í ástarsambandi með barnaníðingi. 28. október 2014 18:00 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Mama June deitaði annan barnaníðing Eignaðist með honum dóttur sem er sautján ára í dag. 29. október 2014 19:30
Honey Boo Boo tekin af dagskrá Mama June sögð vera í sambandi með kynferðisafbrotamanni. 24. október 2014 21:00
Mama June svarar fyrir sig "Það sem er í forgangi hjá mér er að vernda börnin mín.“ 30. október 2014 21:00
Myndir af Mama June með kynferðisafbrotamanninum Segist hafa hætt með honum fyrir tíu árum síðan. 27. október 2014 15:00
Börnin ekki tekin af Mama June Brýtur ekki lögin með því að vera í ástarsambandi með barnaníðingi. 28. október 2014 18:00