Fjögurra ára fangelsi fyrir að smygla 3 kílóum af MDMA til landsins Birgir Olgeirsson skrifar 5. desember 2017 13:05 Fíkniefnin voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Visir Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum fjóra pólska ríkisborgara til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á tæpum þremur kílóum af MDMA, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Mennirnir heita Lukasz Modszelewski og Pawel Piekarski. Samkvæmt ákæru í málinu flutti Pawel fíkniefnin frá Hollandi til Íslands, falin í sérútbúnu geymsluhólfi í innréttingu bifreiðar af gerðinni Opel Omega sem hann hafði ekið frá Zoetermeer í Hollandi til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar þriðjudaginn 25. apríl 2017.Sjá einnig: Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Pawel ók bifreiðinni áleiðis til Keflavíkur og sótti Lukasz sem kom með flugi frá Stokkhólmi þann 26. apríl síðastliðinn. Óku þeir þá bifreiðinni að gistiheimilinu Hjarðarbóli í Ölfushreppi þar sem Lukasz fjarlægði hluta ofangreindra fíkniefna úr bifreiðinni og voru þeir handteknir á gistiheimilinu þann 27. apríl síðastliðinn, en fíkniefnin fundust við leit á herbergi þeirra á gistiheimilinu og í bifreiðinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að lögreglan lagði hald á bíls Pawels. Við leit í honum fundust fjórar sams konar pakkningar af fíkniefnum og fundist höfðu í herberginu í gistiheimilinu. Í rannsóknargögnum lögreglu kemur fram að við leitina hafi þurft að losa hanskahólfið í bílnum, fjarlægja loftpúðann á bak við hólfið og einnig grind þá sem loftpúðinn var festur á.Sjá einnig: Löggan vissi af dópinu Þar fyrir innan hafi komið í ljós gat sem búið var að gera á bita sem lá þvert yfir bílinn. Inni í bitanum hafi lögregla síðan fundið áðurnefndar fjórar pakkningar með fíkniefnum. Lukasz neitaði sök við þingfestingu málsins en við aðalmeðferð skýrði hann hins vegar svo frá að hann hefði komið hingað til lands umrætt sinn þeirra erinda að fjarlægja tvo pakka af fíkniefnunum, samtals um eitt kíló að þyngd, úr bíl Pawels. Aðra aðkomu hefði hann ekki haft að málinu. Lukasz kvaðst ekki þekkja Pawel og ekki hitt hann fyrr en hann kom til Íslands. Fundum þeirra hefði borið saman hér á landi fyrir milligöngu þriðja aðila, Leszek að nafni, sem búsettur væri í Póllandi. Sagði Lukasz Leszek hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna.Sjá einnig: Lögreglan hleraði grunaða fíkniefnasmyglara Pawel neitaði í fyrstu sök en við aðalmeðferð málsins kvaðst hann hins vegar vilja játa innflutning á fíkniefnum til landsins frá Hollandi með þeim hætti sem væri lýst í ákæru að því undanskildu að hann sagðist einungis hafa vitað af einu kíló af fíkniefnum í bíl sínum. Hann sagðist ekki vita um magnið væri þrjú kíló og ekki vitað hvar efnin voru falin. Sagðist hann ekki mega upplýsa hver faldi efnin í bílnum. Hann sagðist ekki þekkja Lukasz, þeir hefðu einungis verið í sambandi á netinu fyrr á þessu ári og ætla að koma hingað til lands í þeim tilgangi að leita sér vinnu. Símanúmer sem skráð var á aðila að nafni Leszek í síma Pawels kvað Pawel vera símanúmer Lukaszar. Hann hafði fyrst kynnt sig fyrir Pawel sem Leszek. Héraðsdómur Reykjaness taldi framburð þeirra óstöðugan og sannað væri að þeir hefðu staðið að innflutningi á tæpum þremur kílóum af MDMA, líkt og þeim var gefið að sök í ákæru. Báðir voru þeir dæmdir til fjögurra ára fangelsisvistar en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt frá 28. apríl 2017. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum fjóra pólska ríkisborgara til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á tæpum þremur kílóum af MDMA, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Mennirnir heita Lukasz Modszelewski og Pawel Piekarski. Samkvæmt ákæru í málinu flutti Pawel fíkniefnin frá Hollandi til Íslands, falin í sérútbúnu geymsluhólfi í innréttingu bifreiðar af gerðinni Opel Omega sem hann hafði ekið frá Zoetermeer í Hollandi til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar þriðjudaginn 25. apríl 2017.Sjá einnig: Tveir menn í haldi grunaðir um að smygla nokkrum kílóum af sterkum fíkniefnum Pawel ók bifreiðinni áleiðis til Keflavíkur og sótti Lukasz sem kom með flugi frá Stokkhólmi þann 26. apríl síðastliðinn. Óku þeir þá bifreiðinni að gistiheimilinu Hjarðarbóli í Ölfushreppi þar sem Lukasz fjarlægði hluta ofangreindra fíkniefna úr bifreiðinni og voru þeir handteknir á gistiheimilinu þann 27. apríl síðastliðinn, en fíkniefnin fundust við leit á herbergi þeirra á gistiheimilinu og í bifreiðinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að lögreglan lagði hald á bíls Pawels. Við leit í honum fundust fjórar sams konar pakkningar af fíkniefnum og fundist höfðu í herberginu í gistiheimilinu. Í rannsóknargögnum lögreglu kemur fram að við leitina hafi þurft að losa hanskahólfið í bílnum, fjarlægja loftpúðann á bak við hólfið og einnig grind þá sem loftpúðinn var festur á.Sjá einnig: Löggan vissi af dópinu Þar fyrir innan hafi komið í ljós gat sem búið var að gera á bita sem lá þvert yfir bílinn. Inni í bitanum hafi lögregla síðan fundið áðurnefndar fjórar pakkningar með fíkniefnum. Lukasz neitaði sök við þingfestingu málsins en við aðalmeðferð skýrði hann hins vegar svo frá að hann hefði komið hingað til lands umrætt sinn þeirra erinda að fjarlægja tvo pakka af fíkniefnunum, samtals um eitt kíló að þyngd, úr bíl Pawels. Aðra aðkomu hefði hann ekki haft að málinu. Lukasz kvaðst ekki þekkja Pawel og ekki hitt hann fyrr en hann kom til Íslands. Fundum þeirra hefði borið saman hér á landi fyrir milligöngu þriðja aðila, Leszek að nafni, sem búsettur væri í Póllandi. Sagði Lukasz Leszek hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna.Sjá einnig: Lögreglan hleraði grunaða fíkniefnasmyglara Pawel neitaði í fyrstu sök en við aðalmeðferð málsins kvaðst hann hins vegar vilja játa innflutning á fíkniefnum til landsins frá Hollandi með þeim hætti sem væri lýst í ákæru að því undanskildu að hann sagðist einungis hafa vitað af einu kíló af fíkniefnum í bíl sínum. Hann sagðist ekki vita um magnið væri þrjú kíló og ekki vitað hvar efnin voru falin. Sagðist hann ekki mega upplýsa hver faldi efnin í bílnum. Hann sagðist ekki þekkja Lukasz, þeir hefðu einungis verið í sambandi á netinu fyrr á þessu ári og ætla að koma hingað til lands í þeim tilgangi að leita sér vinnu. Símanúmer sem skráð var á aðila að nafni Leszek í síma Pawels kvað Pawel vera símanúmer Lukaszar. Hann hafði fyrst kynnt sig fyrir Pawel sem Leszek. Héraðsdómur Reykjaness taldi framburð þeirra óstöðugan og sannað væri að þeir hefðu staðið að innflutningi á tæpum þremur kílóum af MDMA, líkt og þeim var gefið að sök í ákæru. Báðir voru þeir dæmdir til fjögurra ára fangelsisvistar en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt frá 28. apríl 2017.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira