Geir Jón segir lögreglu veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni: „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda“ Anton Egilsson skrifar 8. desember 2017 21:46 Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að í því andrúmslofti sem ríkti í samfélaginu á tíma Búsáhaldabyltingarinnar hafi lögreglan unnið kraftaverk með því að koma í veg fyrir að einhverjir skyldu láta lífið. Geir Jón var viðmælandi þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var meðal annars inntur eftir svörum um hvort að lögregla hefði sýnt af sér of mikla lin kind í aðgerðum sínum í tengslum við mótmæli á eftirhruns árunum. „Við þurftum að glíma við fordæmalaus mótmæli sem lögregla hafði aldrei áður lent í. Það var ákvörðun að reyna að taka á þessu af eins mikilli mildi og hægt var og það beindist hvað helst að lögreglunni sjálfri,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að reynt hafi verið að láta mótmælin á Austurvelli klárast þannig að sem minnst yrði um átök. Þrátt fyrir að einungis örlítill hópur mótmælenda hafi ráðist gegn lögreglumönnum hafi menn alltaf verið mjög smeykir um hvernig hinn fjölmenni hópur sem þar var saman kominn hefði brugðist við handtökum af hálfu lögreglu. Lögregla hafi viljað halda í við hópinn svo að allt færi ekki í bál og brand. „Hvað hefði gerst ef lögreglumenn hefðu vaðið í að handtaka þessa menn ? Við vissum ekki hvað baklandið væri stórt.“Ekki hægt að handtaka alla sem mótmæltu við heimahúsEins og kom fram í frétt Vísis í gær telur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lögreglu og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárás í kjölfar mótmæla við heimili hennar árið 2009. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Geir Jón sagðist sagðist ekki þekkja til málalykta í máli Rannveigar en sagði að varðandi mótmæli sem fram fóru við heimahús hafi lögregla reynt að tryggja öryggi fólks til hins ítrasta og halda frá fólki sem hafði sig frammi. „Lögregla fór strax á vettvang á alla þessa staði þegar hún fékk tilkynningu um slíkt. Þið verðið að átta ykkur á því að lögregla gat ekki bara handtekið alla þá sem komu að þessum heimahúsum. Hún reyndi að tryggja öryggi fólksins sem bjó í þessum húsum og halda fólkinu frá en fólkið var náttúrulega á almannafæri. Það voru kannski örfáir sem höfði sig frammi við lögreglu og lögregla reyndi að vísa þeim á burt.“Lögregla veikari í dag en í BúsáhaldabyltingunniAðspurður um hvort að hann hefði eftir á að hyggja viljað gera hlutina öðruvísi sagði Geir Jón: „ Þið verðið að átta ykkur á því að fjöldi lögreglumanna sem kom að þessum aðgerðum voru miklu færri en fólk gerði sér grein fyrir. Við þurftum að beita ýmsu til þess að láta líta svo út að við værum miklu fleiri.“ „Það má eflaust ýmislegt finna að mér og öðrum í lögreglunni en ég held að menn hafi gert það ótrúlega og bara unnið kraftaverk í öllu því andrúmslofti og allri þeirri reiði og öðru sem var í gangi á samfélaginu á þessum tíma að ná að koma í veg fyrir að einhverjir létu lífið. “ Þá sagði hann lögregluna fámennari og veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni. Lögreglumönnum hafi fækkað um í kringum 100 manns frá þeim tíma og þar af um 40-50 manns á höfuðborgarsvæðinu. „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda.“ Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir að í því andrúmslofti sem ríkti í samfélaginu á tíma Búsáhaldabyltingarinnar hafi lögreglan unnið kraftaverk með því að koma í veg fyrir að einhverjir skyldu láta lífið. Geir Jón var viðmælandi þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var meðal annars inntur eftir svörum um hvort að lögregla hefði sýnt af sér of mikla lin kind í aðgerðum sínum í tengslum við mótmæli á eftirhruns árunum. „Við þurftum að glíma við fordæmalaus mótmæli sem lögregla hafði aldrei áður lent í. Það var ákvörðun að reyna að taka á þessu af eins mikilli mildi og hægt var og það beindist hvað helst að lögreglunni sjálfri,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að reynt hafi verið að láta mótmælin á Austurvelli klárast þannig að sem minnst yrði um átök. Þrátt fyrir að einungis örlítill hópur mótmælenda hafi ráðist gegn lögreglumönnum hafi menn alltaf verið mjög smeykir um hvernig hinn fjölmenni hópur sem þar var saman kominn hefði brugðist við handtökum af hálfu lögreglu. Lögregla hafi viljað halda í við hópinn svo að allt færi ekki í bál og brand. „Hvað hefði gerst ef lögreglumenn hefðu vaðið í að handtaka þessa menn ? Við vissum ekki hvað baklandið væri stórt.“Ekki hægt að handtaka alla sem mótmæltu við heimahúsEins og kom fram í frétt Vísis í gær telur Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lögreglu og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárás í kjölfar mótmæla við heimili hennar árið 2009. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Geir Jón sagðist sagðist ekki þekkja til málalykta í máli Rannveigar en sagði að varðandi mótmæli sem fram fóru við heimahús hafi lögregla reynt að tryggja öryggi fólks til hins ítrasta og halda frá fólki sem hafði sig frammi. „Lögregla fór strax á vettvang á alla þessa staði þegar hún fékk tilkynningu um slíkt. Þið verðið að átta ykkur á því að lögregla gat ekki bara handtekið alla þá sem komu að þessum heimahúsum. Hún reyndi að tryggja öryggi fólksins sem bjó í þessum húsum og halda fólkinu frá en fólkið var náttúrulega á almannafæri. Það voru kannski örfáir sem höfði sig frammi við lögreglu og lögregla reyndi að vísa þeim á burt.“Lögregla veikari í dag en í BúsáhaldabyltingunniAðspurður um hvort að hann hefði eftir á að hyggja viljað gera hlutina öðruvísi sagði Geir Jón: „ Þið verðið að átta ykkur á því að fjöldi lögreglumanna sem kom að þessum aðgerðum voru miklu færri en fólk gerði sér grein fyrir. Við þurftum að beita ýmsu til þess að láta líta svo út að við værum miklu fleiri.“ „Það má eflaust ýmislegt finna að mér og öðrum í lögreglunni en ég held að menn hafi gert það ótrúlega og bara unnið kraftaverk í öllu því andrúmslofti og allri þeirri reiði og öðru sem var í gangi á samfélaginu á þessum tíma að ná að koma í veg fyrir að einhverjir létu lífið. “ Þá sagði hann lögregluna fámennari og veikari í dag en í Búsáhaldabyltingunni. Lögreglumönnum hafi fækkað um í kringum 100 manns frá þeim tíma og þar af um 40-50 manns á höfuðborgarsvæðinu. „Í dag værum við ekki með þann lögreglumassa sem þyrfti á að halda.“
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira