Kári segist hafa vanrækt börnin sín: „Vond tilfinning að hafa verið lélegt foreldri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 08:40 Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm „Það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð,“ skrifar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í skoðanapistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag, undir fyrirsögninni Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn. „Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag.“ Talar hann það um að tíminn væri grimmur og línulegur, leyfi fólki ekki að breyta því sem orðið er. „Minn fortíðardjöfull á rætur sínar í því hvernig ég brást börnunum mínum þegar þau voru lítil, átti engan tíma handa þeim, eyddi honum öllum í að þjóna sjúklegum metnaði vísindamanns sem stóð í þeirri trú að það eina sem skipti raunverulega máli væri að sýna heiminum að hann væri sniðugri en allir aðrir, án tillits til þess hvort hann væri það eða ekki. Þegar hugurinn leitar til þess tíma þegar börnin mín voru lítil, sem hann gerir oftar með ári hverju, drúpi ég gjarnan höfði, augun vísa til jarðar og sjá þá ekki drulluga sokka, drullusokka, á fótum mér heldur fætur ótrúlegs drullusokks í skónum mínum. Hvílíkur drullusokkur er sá maður sem vanrækir börnin sín af hvaða ástæðu sem er. Sá maður sem gerir það til þess að þjóna hégómlegum metnaði sínum er glæpamaður sem enginn ætti að veita uppreist æru.“Vill samaeina háskólana á ÍslandiKári segir að það sé engin skylda foreldra og samfélags ríkari eða göfugri en sú að hlúa að börnunum sínum. „Þess vegna hvet ég ykkur ágæta fólk og unga, sem eruð að reyna að hnoða saman stjórnarsáttmála að taka skref aftur á bak og spyrja hvað þyrfti að vera í honum til þess að tryggja eins vel og mögulegt er að þið gætuð horft til baka og sagt að þótt allt annað hefði farið til fjandans þá hefðuð þið hlúð að börnum þessa lands fyrst og fremst og eins og vera ber. Það er skylda ykkar að svara þessari spurningu áður en þið snúið ykkur að öðru. Hagsmunir barnanna hljóta að vera í forgangi, alltaf og þeim má aldrei fórna fyrir eitthvað annað. “ Hann segist ekki sammála því að það sé brýnast að auka fjárútlát til háskólanna og til vísindarannsókna. „Háskólastigið þarf fyrst og fremst á því að halda að skólarnir séu allir sameinaðir, vegna þess að okkar litla samfélag ræður ekki við nema einn háskóla sem stendur undir nafni.“Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson funda í ráðherrabústaðnum.vísir/eyþórKári segir það vera út í hött að halda því fram að aukning í ríkisstyrkjum til vísindarannsókna sé góð fjárfesting fyrir samfélagið. Það sé hinsvegar nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að mennta þjóðina til að skilja nútíma vísindi og þau tækifæri sem þeim fylgja. „Það gerum við fyrst og fremst með því að hlúa að menntum barna og unglinga alla leið frá leikskólum og upp að stúdentsprófi og síðan með því að styrkja kennslu í einum háskóla sem gerir miklar kröfur til nemenda. Mikilvægur þáttur í þeirri aðhlynningu er að bæta kjör kennara til muna“ Að hans mati skipta kennararnir mestu máli í skólakerfinu og nú sé erfitt að laða að besta fólkið vegna launanna.„Verið ekki drullusokkar“„Ef við tökum nú öll börn og unglinga á Íslandi og búum til úr þeim samnefnara sem við köllum Barn þá má leiða að því rök að ríkisstjórnin beri svipaða ábyrgð á því og faðir og Alþingi svipaða móður.“ Að hans mati þurfa þessar stofnanir að hlúa að „Barninu“ áður en þær sinna öðrum skyldum. „Þær mega ekki fórna einni máltíð barnsins fyrir hégóma eins og gat í gegnum fjall eða breikkun þjóðvega eða skattaafslátt fyrir atvinnugrein eða sendiráð á Indlandi. Þær mega ekki fórna því að lesa fyrir barnið eða hjálpa því með heimavinnu eða að leika við það til þess eins að sýna heiminum að þær aðhyllist göfuga pólitíska fílósófíu.“ Kári segir að það sé vond tilfinning að hafa verið lélegt foreldri „Gangið úr skugga um að þið rísið ekki upp úr ráðherrastólum með hana í hjarta ykkar. Sorgin sem fylgir því er of þungbær. Fyrsti kapítulinn í stjórnarsáttmála ykkar ætti að fjalla um byltingarkenndar umbætur í íslensku skólakerfi, í leikskólum, í grunnskólum og framhaldsskólum af öllum gerðum. Ekki gleyma þessu vegna metnaðar á öðrum sviðum. Það væri einfaldlega of ljótt. Verið ekki drullusokkar.“ Tengdar fréttir Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn Ágæta fólk, það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð,“ skrifar Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í skoðanapistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag, undir fyrirsögninni Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn. „Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag.“ Talar hann það um að tíminn væri grimmur og línulegur, leyfi fólki ekki að breyta því sem orðið er. „Minn fortíðardjöfull á rætur sínar í því hvernig ég brást börnunum mínum þegar þau voru lítil, átti engan tíma handa þeim, eyddi honum öllum í að þjóna sjúklegum metnaði vísindamanns sem stóð í þeirri trú að það eina sem skipti raunverulega máli væri að sýna heiminum að hann væri sniðugri en allir aðrir, án tillits til þess hvort hann væri það eða ekki. Þegar hugurinn leitar til þess tíma þegar börnin mín voru lítil, sem hann gerir oftar með ári hverju, drúpi ég gjarnan höfði, augun vísa til jarðar og sjá þá ekki drulluga sokka, drullusokka, á fótum mér heldur fætur ótrúlegs drullusokks í skónum mínum. Hvílíkur drullusokkur er sá maður sem vanrækir börnin sín af hvaða ástæðu sem er. Sá maður sem gerir það til þess að þjóna hégómlegum metnaði sínum er glæpamaður sem enginn ætti að veita uppreist æru.“Vill samaeina háskólana á ÍslandiKári segir að það sé engin skylda foreldra og samfélags ríkari eða göfugri en sú að hlúa að börnunum sínum. „Þess vegna hvet ég ykkur ágæta fólk og unga, sem eruð að reyna að hnoða saman stjórnarsáttmála að taka skref aftur á bak og spyrja hvað þyrfti að vera í honum til þess að tryggja eins vel og mögulegt er að þið gætuð horft til baka og sagt að þótt allt annað hefði farið til fjandans þá hefðuð þið hlúð að börnum þessa lands fyrst og fremst og eins og vera ber. Það er skylda ykkar að svara þessari spurningu áður en þið snúið ykkur að öðru. Hagsmunir barnanna hljóta að vera í forgangi, alltaf og þeim má aldrei fórna fyrir eitthvað annað. “ Hann segist ekki sammála því að það sé brýnast að auka fjárútlát til háskólanna og til vísindarannsókna. „Háskólastigið þarf fyrst og fremst á því að halda að skólarnir séu allir sameinaðir, vegna þess að okkar litla samfélag ræður ekki við nema einn háskóla sem stendur undir nafni.“Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson funda í ráðherrabústaðnum.vísir/eyþórKári segir það vera út í hött að halda því fram að aukning í ríkisstyrkjum til vísindarannsókna sé góð fjárfesting fyrir samfélagið. Það sé hinsvegar nauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að mennta þjóðina til að skilja nútíma vísindi og þau tækifæri sem þeim fylgja. „Það gerum við fyrst og fremst með því að hlúa að menntum barna og unglinga alla leið frá leikskólum og upp að stúdentsprófi og síðan með því að styrkja kennslu í einum háskóla sem gerir miklar kröfur til nemenda. Mikilvægur þáttur í þeirri aðhlynningu er að bæta kjör kennara til muna“ Að hans mati skipta kennararnir mestu máli í skólakerfinu og nú sé erfitt að laða að besta fólkið vegna launanna.„Verið ekki drullusokkar“„Ef við tökum nú öll börn og unglinga á Íslandi og búum til úr þeim samnefnara sem við köllum Barn þá má leiða að því rök að ríkisstjórnin beri svipaða ábyrgð á því og faðir og Alþingi svipaða móður.“ Að hans mati þurfa þessar stofnanir að hlúa að „Barninu“ áður en þær sinna öðrum skyldum. „Þær mega ekki fórna einni máltíð barnsins fyrir hégóma eins og gat í gegnum fjall eða breikkun þjóðvega eða skattaafslátt fyrir atvinnugrein eða sendiráð á Indlandi. Þær mega ekki fórna því að lesa fyrir barnið eða hjálpa því með heimavinnu eða að leika við það til þess eins að sýna heiminum að þær aðhyllist göfuga pólitíska fílósófíu.“ Kári segir að það sé vond tilfinning að hafa verið lélegt foreldri „Gangið úr skugga um að þið rísið ekki upp úr ráðherrastólum með hana í hjarta ykkar. Sorgin sem fylgir því er of þungbær. Fyrsti kapítulinn í stjórnarsáttmála ykkar ætti að fjalla um byltingarkenndar umbætur í íslensku skólakerfi, í leikskólum, í grunnskólum og framhaldsskólum af öllum gerðum. Ekki gleyma þessu vegna metnaðar á öðrum sviðum. Það væri einfaldlega of ljótt. Verið ekki drullusokkar.“
Tengdar fréttir Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn Ágæta fólk, það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Opið bréf til Gísla, Eiríks og Helga sem eru að reyna að hnoða saman ríkisstjórn Ágæta fólk, það er stundum erfitt að horfa til baka og þurfa að sætta sig við sviðna jörð í slóð. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir sjálfshjálparbækur, tólf þrepa prógrömm, alla hugleiðslu heimsins og jóga og lífrænt ræktaða hollustu þá var maður bara það sem maður var og því breytir ekkert sem maður gerir í dag. 22. nóvember 2017 07:00