Dróni truflaði þyrluna við björgun Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 17:26 Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ljóst sé að ef eitthvað hefði komið upp hefði dróninn geta valdið miklum skaða. Landhelgisgæslan Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst síðdegis á mánudag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu vegna konu sem meiddist þegar hún hrasaði í Ingólfsfjalli, á milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Samkvæmt henni fór TF-GNA í loftið laust upp úr klukkan fjögur og var þyrlan komin á slysstaðinn nokkrum mínútum síðar. Sjúkraflutningamenn og félagar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru komnir á vettvang og höfðu hlúð að konunni. Þeir aðstoðuðu við að koma henni fyrir í sjúkrabörur sem voru svo hífðar upp í þyrluna. Konan var svo flutt á Landspítalann í Fossvogi.Óskað var eftir aðstoð þyrlu vegna konu sem meiddist þegar hún hrasaði í IngólfsfjalliLandhelgisgæslanÍ miðjum hífingaraðgerðum varð áhöfnin vör við dróna í grennd við þyrluna. Athugun stjórnstöðvar leiddi í ljós að tækið var ekki á vegum björgunarsveita eða annarra viðbragðsaðila og því var ekki hægt að hafa samband við neinn til að fá drónann fjarlægðan. Hann var í svokallaðri fráflugshæð þyrlunnar og ljóst að ef eitthvað hefði komið upp á hefði hann geta valdið miklum skaða. Þá truflaði hann flugmenn þyrlunnar við störf sín en þeir þurfa á allri sinni einbeitingu að halda þegar jafn flókin verkefni og hífingar í fjöllum eru annars vegar. Lögreglu og flugmálayfirvöldum verður gefin skýrsla um málið og taka þessar stofnanir ákvörðun um framhaldið. Þyrlan TF-LIF átti leið fram hjá slysstaðnum og tók áhöfnin meðfylgjandi myndir, en í tilkynningunni segir að það hafi verið gert úr öruggri fjarlægð. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst síðdegis á mánudag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu vegna konu sem meiddist þegar hún hrasaði í Ingólfsfjalli, á milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Samkvæmt henni fór TF-GNA í loftið laust upp úr klukkan fjögur og var þyrlan komin á slysstaðinn nokkrum mínútum síðar. Sjúkraflutningamenn og félagar úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru komnir á vettvang og höfðu hlúð að konunni. Þeir aðstoðuðu við að koma henni fyrir í sjúkrabörur sem voru svo hífðar upp í þyrluna. Konan var svo flutt á Landspítalann í Fossvogi.Óskað var eftir aðstoð þyrlu vegna konu sem meiddist þegar hún hrasaði í IngólfsfjalliLandhelgisgæslanÍ miðjum hífingaraðgerðum varð áhöfnin vör við dróna í grennd við þyrluna. Athugun stjórnstöðvar leiddi í ljós að tækið var ekki á vegum björgunarsveita eða annarra viðbragðsaðila og því var ekki hægt að hafa samband við neinn til að fá drónann fjarlægðan. Hann var í svokallaðri fráflugshæð þyrlunnar og ljóst að ef eitthvað hefði komið upp á hefði hann geta valdið miklum skaða. Þá truflaði hann flugmenn þyrlunnar við störf sín en þeir þurfa á allri sinni einbeitingu að halda þegar jafn flókin verkefni og hífingar í fjöllum eru annars vegar. Lögreglu og flugmálayfirvöldum verður gefin skýrsla um málið og taka þessar stofnanir ákvörðun um framhaldið. Þyrlan TF-LIF átti leið fram hjá slysstaðnum og tók áhöfnin meðfylgjandi myndir, en í tilkynningunni segir að það hafi verið gert úr öruggri fjarlægð.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira