Innlent

Rúta og sjúkrabíll fuku út af við Kleifarvatn

Samúel Karl Ólason skrifar
Nítján farþegar og einn ökumaður voru í rútunni og héldu þau til í rútinnu þar til þeim var bjargað.
Nítján farþegar og einn ökumaður voru í rútunni og héldu þau til í rútinnu þar til þeim var bjargað. Landsbjörg
Rúta fauk út af Krýsuvikurvegi og valt norðan við Kleifarvatn um klukkan níu í kvöld en þar er aftakaveður. Rútan var kyrrstæð þegar hún fauk útaf. Þegar sjúkrabíll frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var á leið á vettvang fauk hann einnig út af en auðvelt reyndist að ná honum aftur upp á veg. Björgunarsveitir voru einnig kallaðar til og í tilkynningu segir að allir virðist óslasaðir.

Nítján farþegar og einn ökumaður voru í rútunni og héldu þau til í rútinnu þar til þeim var bjargað. Klukkan tíu hafði öllum verið komið í aðra bíla og voru þau flutt í hús björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði. Þar stendur þeim til boða að fá áfallahjálp og þá aðhlynningu sem þau þurfa á að halda.

Veginum hefur verið lokað að beiðni lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Slökkviliðinu, Landsbjörgu og Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins.



Klukkan tíu hafði öllum verið komið í aðra bíla og voru þau flutt í hús björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði.Vísir/Jóhann
Landsbjörg
Landsbjörg
Landsbjörg
Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×