Innlent

Hætt kominn þegar fíkniefnapakkning sem hann var með innvortis fór að leka

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tollverðir stöðvuðu íslenskan mann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um fíkniefnasmygl og reyndist hann vera með 41 fíkniefnapakkningu innvortis.
Tollverðir stöðvuðu íslenskan mann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um fíkniefnasmygl og reyndist hann vera með 41 fíkniefnapakkningu innvortis. Vísir/Valli

Íslenskur karlmaður var fluttur með hraði á Landspítalann í aðgerð á dögunum þegar fíkniefnapakkning sem hann var með innvortis fór að leka. Umræddur karlmaður, sem er á þrítugsaldri, kom með flugi frá Manchester 31. október síðastliðinn. Tollverðir stöðvuðu hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um fíkniefnasmygl. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann síðan og flutti á lögreglustöð. Maðurinn var hætt kominn þegar pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrr innvortis fór að leka og hefur aðgerðin á Landspítalanum án efa bjargað lífi hans. 
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum reyndist maðurinn vera með 41 pakkningu af fíkniefnum innvortis. Þær innihéldu 300 grömm af kókaíni og 60 grömm af extacy – efni. Lögreglan telur málið upplýst. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.