Enski boltinn

Lukaku: Ég vil að liðið mitt geti treyst á mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Man. Utd, hefur svarað gagnrýnisröddum og segir það vera allt of snemmt að gagnrýna hann núna.

Lukaku kostaði 75 milljónir punda og byrjaði feril sinn hjá Man. Utd með látum. Skoraði 11 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Hann hefur aftur á móti ekki skorað í síðustu sex leikjum liðsins.

„Mér finnst eins og talað sé um að ég sé bara búinn að vera. Ég er bara 24 ára gamall og á nóg eftir. Ég vil frekar eiga ár þar sem ég bæti mig stöðugt í stað þess að rjúka beint á toppinn og fara svo að gefa eftir,“ sagði Lukaku.

„Ég veit að ég er hæfileikaríkur og get skorað mörk á alla vegu. Ég vil líka geta búið til fyrir félaga mína. Ég vil að liðið mitt geti treyst á mig þegar illa gengur. Ég er á réttum stað og hjá rétta félaginu. Ég ætla mér að verða sigurvegari og halda áfram að bæta minn leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×