Innlent

Vigga gamla finnur loks hjartahlýjuna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vigga gamla eins og Jóna Sigríður Jónsdóttir sér hana.
Vigga gamla eins og Jóna Sigríður Jónsdóttir sér hana.
„Þetta var það sem Vigga þráði og leitaði að; hjartahlýja og kærleikur frá sveitungum sínum – hún þurfti á því að halda,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir, ein kvennanna sem safna fyrir legsteini á ómerkta gröf förukonunnar Vigdísar Ingvadóttur í Mýrdal.

Auk tveggja steinsmiðja sem nefndar voru í Fréttablaðinu í gær hefur S. Helgason boðist til að leggja til legstein á leiði Vigdísar í Skeiðflatarkirkjugarði. Fjöldi einstaklinga hefur líka haft samband við Jónu og söfnunin hefur gengið ótrúlega vel að hennar sögn.

Jóna Sigríður Jónsdóttir.
„Ég er búin að fá ótal kveðjur og þakkir. Það sem mér finnst svo ánægjulegt við þetta sérstaklega, er að þetta fólk sem er að gefa sig fram og leggja til peninga gerir það af svo mikill hlýju og gleði. Það er alveg dásamlegt að Vigga skuli fá legstein með þessum hætti. Hún stóð ein í lífsbaráttunni og var svo mikill einstæðingur alla ævi,“ segir Jóna.

Fram undan er að velja stein og skipuleggja málið nánar. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er hægt að hafa steininn veglegan og fallegan og persónulegan,“ segir Jóna Sigríður Jónsdóttir. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×