Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Stjórnmálamenn ræddu innviði samfélagsins í sveitinni hjá Sigurði Inga og frú. vísir/Ernir „Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
„Við tökum bara einn dag í einu,“ segir Katrín Jakobsdóttir um framhaldið og næstu daga stjórnarmyndunarviðræðna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingar og Pírata. „Við erum bara að setja grunninn núna yfir helgina svo tökum við stöðuna á mánudaginn og sjáum hvort við klárum þetta eða ekki.“ Katrín segir viðfangsefni dagsins hafa verið þessi helstu uppbyggingarmál, skilgreining verkefna og farið var yfir þau mál sem helst skilur flokkana að. Hópurinn hittist aftur eftir hádegi í dag. Uppbygging helstu innviða eru fyrirferðarmest í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ágætur samhljómur er meðal flokkanna um þá uppbyggingu en áherslur um tekjuöflunarleiðir og fjármögnun hennar eru ólíkari og skiptar skoðanir um hvort og að hvaða marki eigi að nota afgang af ríkisrekstri og arðgreiðslur frá ríkisfyrirtækjum og hvort hækka eigi veiðigjöld og innheimta skuli hátekjuskatt.Ágúst ÓlafurFréttablaðið ræddi við þingmenn þeirra flokka sem eiga í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, um hvað felist í ‚uppbyggingu innviða‘ sem óhætt er að segja að hafi verið vinsælasta hugtak nýafstaðinna kosninga. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan, húsnæðismálin, vegakerfið og almenningssamgöngurnar. Þetta eru innviðirnir sem þeim eru hugleiknastir. „Innviðir eru það sem gera okkur að samfélagi,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar „Einkamarkaðurinn sér ekki hag sinn í að fjárfesta í þessum innviðum að því marki sem nauðsynlegt er og þess vegna þarf hið opinbera að gera það.“ Ágúst segir fjárfestingu í innviðum hagkvæma og það auki almenna velsæld samfélaga að hið opinbera setji fé í helstu innviði eins og skóla, spítala, almenningssamgöngur og löggæslu. „Við eigum ekki að líta á innviðauppbyggingu sem kostnað og fjárútlát heldur er þetta fjárfesting sem skilar aukinni velmegun og hagkvæmni,“ segir Ágúst. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu innviða erum við í rauninni að tala um að setja aukið fjármagn í grunnreksturinn. Rekstur heilbrigðisþjónustunnar hefur verið vanfjármagnaður hingað til og hið sama má segja um menntamálin,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Aðspurð segja þau helsta verkefnið lúta að launum og aðbúnaði starfsfólks enda mannekla eitt af stóru vandamálunum sérstaklega í heilbrigðisþjónustunni. Þau eru einnig sammála um að Ísland þurfi að ná að hífa sig upp úr botnsætinu í samanburði við önnur Evrópsk OECD ríki í hlutfallslegu fé til innviðauppbyggingar í heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi uppbygging þessara innviða að fara fram um landið allt. „Aðstöðumunurinn er svo misjafn,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Jafnvel þótt við getum ekki haft færustu sérfræðinga um allt landið þá þarf að finna lausnir á aðstöðumun þeirra sem búa á afskekktari stöðum. Jafnvel þótt við getum ekki gert kröfu um fæðingaþjónustu á Hvammstanga, þurfum við að huga að þeim aðstöðumun sem íbúar þar búa við og það er hluti af því að styrkja innviðina,“ segir Ásmundur. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata nefnir einnig húsnæðismálin. „Húsnæðismálin eru líka mikilvægir innviðir og til að leysa húsnæðisvandann þarf fyrst og fremst að bregðast við eftirspurninni. Það þarf að byggja miklu meira og leggja meiri áherslu á heilbrigðan leigumarkað,“ segir Björn Leví.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira