„Mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefnda segir að það sé mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. VÍSIR/ERNIR „Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni. Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni.
Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15