„Mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefnda segir að það sé mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. VÍSIR/ERNIR „Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni. Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni.
Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15