„Mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefnda segir að það sé mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. VÍSIR/ERNIR „Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni. Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
„Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni.
Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15