Rök Hæstaréttar ófullnægjandi í meiðyrðamáli Gillzeneggers Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2017 07:30 Myndin sem Ingi birti á Instagram-síðu sinni og varð til þess að Egill fór í mál. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) taldi rökstuðning Hæstaréttar í svokölluðu „Fuck you rapist bastard“-máli vera ófullnægjandi. Íslenska ríkið var í gær dæmt af dómstólnum til að greiða Agli Einarssyni bætur vegna þessa. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í árslok 2014. Í málinu krafðist Egill þess að Ingi Kristján Sigurmarsson yrði dæmdur fyrir ærumeiðingar. Ingi hafði birt mynd af Agli, sem áður birtist á forsíðu tímaritsins Monitor, á Instagram-reikningi sínum þar sem orðið „aumingi“ hafði verið ritað á myndina. Fyrir neðan myndina stóð „Fuck you rapist bastard“ en skömmu áður en myndin birtist hafði nauðgunarmál gegn Agli verið fellt niður. Hæstiréttur sýknaði Inga af kröfum Egils þar sem ummælin hefðu falið í sér gildisdóm, fúkyrði í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu sem Egill hafði átt frumkvæði að, en ekki staðhæfingu um staðreynd.Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ.vísir/eyþórÍ dómi MDE er fallist á þá niðurstöðu Hæstaréttar að Egill væri opinber persóna og hafi sjálfviljugur tekið þátt í opinberri þjóðfélagsumræðu um málefnið. Því hefði Ingi notið rýmkaðs frelsis til að tjá sig um efnið. Hins vegar fannst MDE Hæstiréttur brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) með því að rökstyðja ekki frekar hví ummælin teldust gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Aðeins hafi verið litið á málið í heild og fallist á rökstuðning héraðsdóms. Þá enn fremur sagt að einstaklingar, þó þeir séu þekktar persónur sem taki þátt í heitri opinberri umræðu, njóti friðhelgi einkalífs og eigi að bera þá alvarlegum sökum verði það að eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Það sem ríður baggamuninn er aðgreiningin á staðreyndum og gildisdómum. MDE telur þetta ekki nógu sannfærandi röksemdir fyrir því, í fyrsta lagi hafi þetta verið gildisdómur og öðru lagi, að því gefnu að þetta sé gildisdómur, að það séu nægjanlegar undirliggjandi staðreyndir,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eiríkur segir að eitt sinn hafi MDE lagst í fulla endurskoðun á því hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu hafi verið réttlætanlegar. Í seinni tíð hafi framkvæmdin hins vegar snúist frekar um það hvort dómstólar breyti þeim viðmiðum sem MDE hefur mótað. Sé það gert hafi þeir nokkuð ríkt svigrúm til mats í hverju máli. Afar erfitt sé hins vegar að segja til um hver niðurstaða MDE hefði verið ef rökstuðningur Hæstaréttar, að um gildisdóm hafi verið að ræða, hefði verið meiri. „Það liggur ekki fyrir hvernig sá rökstuðningur hefði litið út,“ segir Eiríkur. „Þetta er afar fín lína á milli gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir og oft örðugt að fella mál í annan hvorn flokkinn.“ „Íslenska ríkið hefði tapað málinu þó Hæstiréttur hefði fært meiri rök fyrir því að um gildisdóm væri að ræða. Í mínum huga er alveg sama hvað rétturinn hefði sagt, þau rök hefðu ekki breytt því að þetta er staðhæfing um staðreynd,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) taldi rökstuðning Hæstaréttar í svokölluðu „Fuck you rapist bastard“-máli vera ófullnægjandi. Íslenska ríkið var í gær dæmt af dómstólnum til að greiða Agli Einarssyni bætur vegna þessa. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í árslok 2014. Í málinu krafðist Egill þess að Ingi Kristján Sigurmarsson yrði dæmdur fyrir ærumeiðingar. Ingi hafði birt mynd af Agli, sem áður birtist á forsíðu tímaritsins Monitor, á Instagram-reikningi sínum þar sem orðið „aumingi“ hafði verið ritað á myndina. Fyrir neðan myndina stóð „Fuck you rapist bastard“ en skömmu áður en myndin birtist hafði nauðgunarmál gegn Agli verið fellt niður. Hæstiréttur sýknaði Inga af kröfum Egils þar sem ummælin hefðu falið í sér gildisdóm, fúkyrði í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu sem Egill hafði átt frumkvæði að, en ekki staðhæfingu um staðreynd.Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ.vísir/eyþórÍ dómi MDE er fallist á þá niðurstöðu Hæstaréttar að Egill væri opinber persóna og hafi sjálfviljugur tekið þátt í opinberri þjóðfélagsumræðu um málefnið. Því hefði Ingi notið rýmkaðs frelsis til að tjá sig um efnið. Hins vegar fannst MDE Hæstiréttur brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) með því að rökstyðja ekki frekar hví ummælin teldust gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Aðeins hafi verið litið á málið í heild og fallist á rökstuðning héraðsdóms. Þá enn fremur sagt að einstaklingar, þó þeir séu þekktar persónur sem taki þátt í heitri opinberri umræðu, njóti friðhelgi einkalífs og eigi að bera þá alvarlegum sökum verði það að eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Það sem ríður baggamuninn er aðgreiningin á staðreyndum og gildisdómum. MDE telur þetta ekki nógu sannfærandi röksemdir fyrir því, í fyrsta lagi hafi þetta verið gildisdómur og öðru lagi, að því gefnu að þetta sé gildisdómur, að það séu nægjanlegar undirliggjandi staðreyndir,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eiríkur segir að eitt sinn hafi MDE lagst í fulla endurskoðun á því hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu hafi verið réttlætanlegar. Í seinni tíð hafi framkvæmdin hins vegar snúist frekar um það hvort dómstólar breyti þeim viðmiðum sem MDE hefur mótað. Sé það gert hafi þeir nokkuð ríkt svigrúm til mats í hverju máli. Afar erfitt sé hins vegar að segja til um hver niðurstaða MDE hefði verið ef rökstuðningur Hæstaréttar, að um gildisdóm hafi verið að ræða, hefði verið meiri. „Það liggur ekki fyrir hvernig sá rökstuðningur hefði litið út,“ segir Eiríkur. „Þetta er afar fín lína á milli gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir og oft örðugt að fella mál í annan hvorn flokkinn.“ „Íslenska ríkið hefði tapað málinu þó Hæstiréttur hefði fært meiri rök fyrir því að um gildisdóm væri að ræða. Í mínum huga er alveg sama hvað rétturinn hefði sagt, þau rök hefðu ekki breytt því að þetta er staðhæfing um staðreynd,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40