Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks telur rétt að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Rætt verður við Bjarna í fréttum Stöðvar tvö og ítarlega farið yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum.

Einnig verður rætt við föður tveggja barna með ADHD sem segir fordóma ríkja gagnvart lyfjanotkun. Hann vill að börnum verði veitt ókeypis sálfræðiaðstoð meðfram lyfjagjöfinni svo þau eflist félagslega.

Þá verður fjallað um opinbera heimsókn Donalds Trump til Kína og hvort hlaup sé hafið í Jökulsá á Fjöllum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×