Innlent

Rafleiðnin svipuð og í gær

Gissur Sigurðsson skrifar
Veðurstofan varar fólk enn við hugsanlegu gasútstreymi, einkum nálægt upptökum árinnar.
Samanburður á ratsjármyndum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands bendir til lítilsháttar breytinga í vestanverðum Kverkfjöllum á jarðhitasvæði í svokölluðu Gengissigi.
Veðurstofan varar fólk enn við hugsanlegu gasútstreymi, einkum nálægt upptökum árinnar. Samanburður á ratsjármyndum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands bendir til lítilsháttar breytinga í vestanverðum Kverkfjöllum á jarðhitasvæði í svokölluðu Gengissigi. Vísir/Pjetur
Útlit er fyrir að jarðvísindamenn munu fljúga yfir Vatnajökul í dag til þess að reyna að finna út hvaðan jarðhitavatn berst út í Jökulsá á Fjöllum og hefur valdið mjög aukinni rafleiðni í vatni árinnar.

Rennslið í ánni er mjög mikið miðað við árstíma, en veður og skyggni leyfðu ekki yfirflug í gær.

Núna í morgunsárið var rafleiðnin svipuð og í gær og sömuleiðis vatnsrennslið í ánni, en Veðurstofan varar fólk enn við hugsanlegu gasútstreymi, einkum nálægt upptökum árinnar.

Samanburður á ratsjármyndum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands bendir til lítilsháttar breytinga í vestanverðum Kverkfjöllum á jarðhitasvæði í svokölluðu Gengissigi. Auk þess fannst nokkuð sterk jarðhitalykt af ánni við Kverkfjallaskála á sunnudag.

Að sögn umsjónarmanns þar hefur slík lykt fundist áður í tengslum við lítil vatnsskot undan Vatnajökli. Hugsanlegt er því að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum fremur en í Bárðarbungu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×