Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2017 13:00 Darren Till er rísandi stjarna í UFC. Vísir/Getty John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017 MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, virtist gefa í skyn að Gunnar væri reiðubúinn að berjast við Englendinginn Darren Till í febrúar. Dana White, forseti UFC, tilkynnti í gær að Till myndi berjast næst við Stephen „Wonderboy“ Thompson á stóru bardagakvöldi þann 24. febrúar. Var rætt um að kvöldið yrði flutt frá Orlando til Englands svo að Till gæti barist á heimavelli. Till sló í gegn með því að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone í bardaga í Póllandi í síðasta mánuði en fyrir það hafði Till ekki verið meðal fimmtán efstu manna á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Eftir sigurinn hoppaði hann upp í áttunda sætið en Gunnar er í því þrettánda. Thompson er efstur á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjá einnig: Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen, sagði hins vegar í gærkvöldi að Till ætti ekki skilið að fá bardaga gegn honum að svo stöddu. Kavanagh greip þennan bolta á lofti og skrifaði á Twitter-síðu sína að hann vissi af einum manni sem væri reiðubúinn að berjast við nýstirnið Till. Dylst engum að hann eigi þar við Gunnar Nelson, sem hefur ekki barist síðan að hann barðist við Santiago Ponzinibbio í Glasgow í sumar. Gunnar tapaði bardaganum en sakaði Argentínumenninn um að hafa potað í augað sitt áður en hann rotaði hann. Gunnar ákvað eftir bardagann að hvíla sig fram að áramótum en á tísti Kavanagh má ráða að Gunnar sé reiðubúinn að berjast snemma á nýju ári.So Till needs an opponent for mega UK show...I have someone suitable and ready https://t.co/8kXRGsbXTh— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) November 8, 2017
MMA Tengdar fréttir Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22 Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30 Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Darren Till kláraði Donald Cerrone í Póllandi Darren Till kom verulega á óvart fyrr í kvöld þegar hann sigraði Donald Cerrone í Póllandi í kvöld. Till hefur þar með tekið hástökk í átt að titilbaráttunni. 21. október 2017 22:22
Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. 21. október 2017 12:30
Till fær draumabardaga Gunnars Nelson Darren Till frá Liverpool skaut sér upp á stjörnuhimininn er hann pakkaði Donald "Cowboy“ Cerrone saman í Póllandi á dögunum. Í verðlaun fær hann risabardaga á heimavelli. 8. nóvember 2017 16:15