„Líkt og ættirnar í Game of Thrones verðum við einfaldlega að setja öll ágreiningsmál og valdabrölt til hliðar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 12:45 Björt ræddi um Game of Thrones í ávarpi sínu um loftlagsmál í dag. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra setti Umhverfisþingið í Hörpu í dag með því að taka gesti með sér í stutt ferðalag inn í heim ævintýranna. Notaði hún sjónvarpsþættina Game of Thrones í sinni ræðu þar sem hún sagði mikilvægt að nýta tækifærið til að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra og bjarta framtíð.Ógnin hafði vaxið verulega „Ímyndið ykkur að við séum stödd í hjarta lands hinna 7 konungsdæma og horfum í suðurátt. Þar sem efnaðar ættir með rótgróna og langa valdasögu ráða ríkjum. Allar vilja þær vera ráðandi og berjast því stöðugt innbyrðis um völd. Leyndarhyggja, klækir og ráðabrugg um hvernig hægt sé að tryggja yfirráð einnar ættar, umfram annarrar, stjórnar allri hegðun þeirra sem ráða og þeim sem ekki láta að stjórn er refsað grimmilega. Hagsmunir heildarinnar víkja fyrir eiginhagsmunum og valdaþrá. Ein ættin vill þó leiða breytingar til sameiningar og samvinnu en fær lítinn hljómgrunn framanaf. Á meðan allt logar í illdeilum í suðrinu vex dulda ógnin norðan ísveggjarins sem skilur að hið góða og hið illa. Hinum dauðu „the whitewalkers“ sem leynast langt í norðrinu fjölgar stöðugt. Ógnvænlegir grimmir uppvakningar dauðra manna og dýra færa sig hægt og bítandi í suðurátt og útrýma öllu lífi sem þeir komast í tæri við. Fáir hafa séð þá og enn færri trúa að þeir séu til. Uppvakningunum fjölgar ekki línulega heldur í veldisvexti. Ísveggurinn hélt þeim lengi vel í norðrinu en svo brast ísinn. Loksins þegar ættirnar í suðri gera sér grein fyrir að ógnin í norðri er raunveruleg hefur hún vaxið svo gríðarlega að endanleg eyðilegging veruleikans sunnan veggjar blasir við, nema allir taki höndum saman og vinni á ógninni saman. Þetta er að sjálfsögðu söguþráður þáttanna Game of thrones sem eru sýndir á Stöð 2. Eða - er þetta smættuð mynd af raunveruleikanum?"Björt sagði í ávarpi sínu í dag að það þurfi að setja öll ágreiningsmál og valdabrölt til hliðar og sameinast um að bregðast af öllu afli við áhrifum loftslagsbreytinga.Nauðsynlegt að breyta hegðun Björt segir að líky og uppvakningar í norðri voru fyrst aðeins sögusagnir í suðri, hafi loftlagsváin verið óáþþreifanleg í hversdagsleikanum. „Með tímanum tóku æ fleiri raddir undir að þessi ógn væri raunveruleg og ef við færum ekki að breyta hegðun okkar og draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og sóun náttúruauðlinda yrði heimur barna okkar ekki mjög lífvænlegur.“ Nefnir hún að í dag standi heimurinn frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru orðnar sýnilegar í gegnum aukin styrk fellibylja, öflugri og lengri hitabylgjur, hækkandi sjávaryfirborð og bráðnun jökla og heimskautaíss og fleira. „Svo, líkt og ættirnar í Game of thrones verðum við einfaldlega að setja öll ágreiningsmál og valdabrölt til hliðar og sameinast um að bregðast af öllu afli við áhrifum loftslagsbreytinga. Það gerum við best með að ráðast að rótum vandans – við verðum að breyta hegðun okkar.“Aldrei verið fleiri tækifæri Nefndi Björt að eitt að sínum fyrstu verkum í ráðherrastól hafi verið að hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum til að ná yfirsýn yfir möguleika Íslands á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu til ársins 2030. Við stjórnarslitin varð að setja gerð áætlunarinnar á ís en Björt nýtti tækifærið í dag og þakkaði samráðherrum og öllum öðrum sem komu að gerð hennar fyrir samstarfið. „Við getum nýtt hreina innlenda orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis á bíla og skip. Við getum dregið úr loftmengun og bætt heilsu. Við getum endurheimt vistkerfi og aukið við nytjaskógrækt og bundið um leið kolefni úr andrúmslofti. Við getum virkjað kraft nýsköpunar í tækni og atvinnulífi og við getum öll dregið úr sóun og beint neyslu okkar í ábyrgari farveg.“ Endaði hún ávarp sitt á því að segja að loftlagsbreytingar af mannavöldum feli í sér alvarlegar áskoranir en um leið okkar stærsta tækifæri til að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra og bjarta framtíð. „Aldrei áður hafa loftslagsmálin verið tekin jafn föstum tökum og á jafn samhentan og þverpólitískan hátt og við höfum gert síðustu mánuðina. Aldrei áður hafa tækifærin til að koma Íslandi hratt áfram inn í græna og skapandi framtíð verið jafn mörg og nú.“ Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra setti Umhverfisþingið í Hörpu í dag með því að taka gesti með sér í stutt ferðalag inn í heim ævintýranna. Notaði hún sjónvarpsþættina Game of Thrones í sinni ræðu þar sem hún sagði mikilvægt að nýta tækifærið til að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra og bjarta framtíð.Ógnin hafði vaxið verulega „Ímyndið ykkur að við séum stödd í hjarta lands hinna 7 konungsdæma og horfum í suðurátt. Þar sem efnaðar ættir með rótgróna og langa valdasögu ráða ríkjum. Allar vilja þær vera ráðandi og berjast því stöðugt innbyrðis um völd. Leyndarhyggja, klækir og ráðabrugg um hvernig hægt sé að tryggja yfirráð einnar ættar, umfram annarrar, stjórnar allri hegðun þeirra sem ráða og þeim sem ekki láta að stjórn er refsað grimmilega. Hagsmunir heildarinnar víkja fyrir eiginhagsmunum og valdaþrá. Ein ættin vill þó leiða breytingar til sameiningar og samvinnu en fær lítinn hljómgrunn framanaf. Á meðan allt logar í illdeilum í suðrinu vex dulda ógnin norðan ísveggjarins sem skilur að hið góða og hið illa. Hinum dauðu „the whitewalkers“ sem leynast langt í norðrinu fjölgar stöðugt. Ógnvænlegir grimmir uppvakningar dauðra manna og dýra færa sig hægt og bítandi í suðurátt og útrýma öllu lífi sem þeir komast í tæri við. Fáir hafa séð þá og enn færri trúa að þeir séu til. Uppvakningunum fjölgar ekki línulega heldur í veldisvexti. Ísveggurinn hélt þeim lengi vel í norðrinu en svo brast ísinn. Loksins þegar ættirnar í suðri gera sér grein fyrir að ógnin í norðri er raunveruleg hefur hún vaxið svo gríðarlega að endanleg eyðilegging veruleikans sunnan veggjar blasir við, nema allir taki höndum saman og vinni á ógninni saman. Þetta er að sjálfsögðu söguþráður þáttanna Game of thrones sem eru sýndir á Stöð 2. Eða - er þetta smættuð mynd af raunveruleikanum?"Björt sagði í ávarpi sínu í dag að það þurfi að setja öll ágreiningsmál og valdabrölt til hliðar og sameinast um að bregðast af öllu afli við áhrifum loftslagsbreytinga.Nauðsynlegt að breyta hegðun Björt segir að líky og uppvakningar í norðri voru fyrst aðeins sögusagnir í suðri, hafi loftlagsváin verið óáþþreifanleg í hversdagsleikanum. „Með tímanum tóku æ fleiri raddir undir að þessi ógn væri raunveruleg og ef við færum ekki að breyta hegðun okkar og draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og sóun náttúruauðlinda yrði heimur barna okkar ekki mjög lífvænlegur.“ Nefnir hún að í dag standi heimurinn frammi fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru orðnar sýnilegar í gegnum aukin styrk fellibylja, öflugri og lengri hitabylgjur, hækkandi sjávaryfirborð og bráðnun jökla og heimskautaíss og fleira. „Svo, líkt og ættirnar í Game of thrones verðum við einfaldlega að setja öll ágreiningsmál og valdabrölt til hliðar og sameinast um að bregðast af öllu afli við áhrifum loftslagsbreytinga. Það gerum við best með að ráðast að rótum vandans – við verðum að breyta hegðun okkar.“Aldrei verið fleiri tækifæri Nefndi Björt að eitt að sínum fyrstu verkum í ráðherrastól hafi verið að hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum til að ná yfirsýn yfir möguleika Íslands á að draga úr losun og auka kolefnisbindingu til ársins 2030. Við stjórnarslitin varð að setja gerð áætlunarinnar á ís en Björt nýtti tækifærið í dag og þakkaði samráðherrum og öllum öðrum sem komu að gerð hennar fyrir samstarfið. „Við getum nýtt hreina innlenda orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis á bíla og skip. Við getum dregið úr loftmengun og bætt heilsu. Við getum endurheimt vistkerfi og aukið við nytjaskógrækt og bundið um leið kolefni úr andrúmslofti. Við getum virkjað kraft nýsköpunar í tækni og atvinnulífi og við getum öll dregið úr sóun og beint neyslu okkar í ábyrgari farveg.“ Endaði hún ávarp sitt á því að segja að loftlagsbreytingar af mannavöldum feli í sér alvarlegar áskoranir en um leið okkar stærsta tækifæri til að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra og bjarta framtíð. „Aldrei áður hafa loftslagsmálin verið tekin jafn föstum tökum og á jafn samhentan og þverpólitískan hátt og við höfum gert síðustu mánuðina. Aldrei áður hafa tækifærin til að koma Íslandi hratt áfram inn í græna og skapandi framtíð verið jafn mörg og nú.“
Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15
Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45