Bjarni í miklum samskiptum við Glitni fram yfir hrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2017 20:40 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum samskiptum við lykilmenn hjá Glitni frá 2003 fram yfir hrun 2008 í gegnum netfang sitt hjá Alþingi sem og hjá BNT hf. þar sem hann var stjórnarformaður.Þetta kemur fram í gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum. Bjarni var þingmaður á þessum tíma en segir að samskiptin hafi verið eðlileg. Í frétt RÚV segir einnig að samkvæmt skýrslu sem KMGP hafi unnið fyrir slitastjórn Glitnis í lok árs 2008 hafi Fjármálaeftirlitið skilgreint þá sem komu að undirbúningi þjóðnýtingar Glitnis sem innherja. Voru þar meðal annars þingmenn, embættismenn og ráðgjafar og var nafn Bjarna þar á meðal. Þá segir einnig að þau gögn sem RÚV hafi undir höndum bendi ekki til þess að slitastjórn Glitnis hafi talið að Bjarni hafi framið lögbrot með viðskiptum sínum en greint hefur verið frá því að Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.október 2008. Á meðan þau samskipti sem fjallað er um á RÚV áttu sér stað var Bjarni þingmaður. Í samtali við RÚV segir hann að miðað við stöðu hans sem stjórnarformaður í félagi sem átti í miklum viðskiptum við Glitni sé ekkert óeðlilegt við að hann hafi átt í samskiptum við bankann. „Svo lengi sem menn geta ekki bent á neitt óeðlilegt í samskiptunum sjálfum þá er ekkert nýtt í þessu,“ segir Bjarni í samtali við RÚV um þessi samskipti.Fékk kynningu á „spennandi díl“ fyrir Falson Í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum kemur einnig fram að Bjarni og viðskiptafélagar hans hafi stefnt að því að nota Falson & Co, aflandsfélag sem skráð á Seychelles-eyjum og fjallað var um í Panama-skjölunum, til þess að fjárfesta í Miami í Bandaríkjunum. Fór Bjarni sjálfur til Miami þar sem hann fékk kynningu á verkefni sem hann stakk upp á því að hann og viðskiptafélagar hans myndu fjárfesta í, í gegnum Falson. „Er í Nicaragua á vegum þingsins. Stoppaði á Miami um síðust helgi á leiðinni niðureftir. Fékk kynningu á mjög spennandi díl. Spurning hvort við eigum að skoða hann saman í Falson. Þetta er á algjörlega brjáluðum stað neðst á South Beach,“ skrifar Bjarni til viðskiptafélaga að því er RÚV greinir frá. Þegar Bjarni útskýrði tilgang Falson & Co eftir að greint var frá því að þrír ráðherrar ættu eða tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum sagði hannn að eini tilgangur félagsins hafi verið að halda utan um fastiegn í Dúbaí. Í gögnunum kemur fram að Bjarni hafi notað tölvupóstfang sitt hjá Alþingi til þess að eiga í samskiptum aðila út í Bandaríkjunum í tengslum við málið. Aðspurður um hvort að eðlilegt geti talist að þingmaður noti netfangt sitt hjá alþingi í slíkum samskiptum sagði Bjarni að margir könnuðust ef til vill við það að fá erindi í gegnum vinnupóstinn, að því er kemur fram á vef RÚV. Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. 6. október 2017 19:07 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum samskiptum við lykilmenn hjá Glitni frá 2003 fram yfir hrun 2008 í gegnum netfang sitt hjá Alþingi sem og hjá BNT hf. þar sem hann var stjórnarformaður.Þetta kemur fram í gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum. Bjarni var þingmaður á þessum tíma en segir að samskiptin hafi verið eðlileg. Í frétt RÚV segir einnig að samkvæmt skýrslu sem KMGP hafi unnið fyrir slitastjórn Glitnis í lok árs 2008 hafi Fjármálaeftirlitið skilgreint þá sem komu að undirbúningi þjóðnýtingar Glitnis sem innherja. Voru þar meðal annars þingmenn, embættismenn og ráðgjafar og var nafn Bjarna þar á meðal. Þá segir einnig að þau gögn sem RÚV hafi undir höndum bendi ekki til þess að slitastjórn Glitnis hafi talið að Bjarni hafi framið lögbrot með viðskiptum sínum en greint hefur verið frá því að Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.október 2008. Á meðan þau samskipti sem fjallað er um á RÚV áttu sér stað var Bjarni þingmaður. Í samtali við RÚV segir hann að miðað við stöðu hans sem stjórnarformaður í félagi sem átti í miklum viðskiptum við Glitni sé ekkert óeðlilegt við að hann hafi átt í samskiptum við bankann. „Svo lengi sem menn geta ekki bent á neitt óeðlilegt í samskiptunum sjálfum þá er ekkert nýtt í þessu,“ segir Bjarni í samtali við RÚV um þessi samskipti.Fékk kynningu á „spennandi díl“ fyrir Falson Í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum kemur einnig fram að Bjarni og viðskiptafélagar hans hafi stefnt að því að nota Falson & Co, aflandsfélag sem skráð á Seychelles-eyjum og fjallað var um í Panama-skjölunum, til þess að fjárfesta í Miami í Bandaríkjunum. Fór Bjarni sjálfur til Miami þar sem hann fékk kynningu á verkefni sem hann stakk upp á því að hann og viðskiptafélagar hans myndu fjárfesta í, í gegnum Falson. „Er í Nicaragua á vegum þingsins. Stoppaði á Miami um síðust helgi á leiðinni niðureftir. Fékk kynningu á mjög spennandi díl. Spurning hvort við eigum að skoða hann saman í Falson. Þetta er á algjörlega brjáluðum stað neðst á South Beach,“ skrifar Bjarni til viðskiptafélaga að því er RÚV greinir frá. Þegar Bjarni útskýrði tilgang Falson & Co eftir að greint var frá því að þrír ráðherrar ættu eða tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum sagði hannn að eini tilgangur félagsins hafi verið að halda utan um fastiegn í Dúbaí. Í gögnunum kemur fram að Bjarni hafi notað tölvupóstfang sitt hjá Alþingi til þess að eiga í samskiptum aðila út í Bandaríkjunum í tengslum við málið. Aðspurður um hvort að eðlilegt geti talist að þingmaður noti netfangt sitt hjá alþingi í slíkum samskiptum sagði Bjarni að margir könnuðust ef til vill við það að fá erindi í gegnum vinnupóstinn, að því er kemur fram á vef RÚV.
Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. 6. október 2017 19:07 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. 6. október 2017 19:07