Bjarni í miklum samskiptum við Glitni fram yfir hrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2017 20:40 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum samskiptum við lykilmenn hjá Glitni frá 2003 fram yfir hrun 2008 í gegnum netfang sitt hjá Alþingi sem og hjá BNT hf. þar sem hann var stjórnarformaður.Þetta kemur fram í gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum. Bjarni var þingmaður á þessum tíma en segir að samskiptin hafi verið eðlileg. Í frétt RÚV segir einnig að samkvæmt skýrslu sem KMGP hafi unnið fyrir slitastjórn Glitnis í lok árs 2008 hafi Fjármálaeftirlitið skilgreint þá sem komu að undirbúningi þjóðnýtingar Glitnis sem innherja. Voru þar meðal annars þingmenn, embættismenn og ráðgjafar og var nafn Bjarna þar á meðal. Þá segir einnig að þau gögn sem RÚV hafi undir höndum bendi ekki til þess að slitastjórn Glitnis hafi talið að Bjarni hafi framið lögbrot með viðskiptum sínum en greint hefur verið frá því að Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.október 2008. Á meðan þau samskipti sem fjallað er um á RÚV áttu sér stað var Bjarni þingmaður. Í samtali við RÚV segir hann að miðað við stöðu hans sem stjórnarformaður í félagi sem átti í miklum viðskiptum við Glitni sé ekkert óeðlilegt við að hann hafi átt í samskiptum við bankann. „Svo lengi sem menn geta ekki bent á neitt óeðlilegt í samskiptunum sjálfum þá er ekkert nýtt í þessu,“ segir Bjarni í samtali við RÚV um þessi samskipti.Fékk kynningu á „spennandi díl“ fyrir Falson Í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum kemur einnig fram að Bjarni og viðskiptafélagar hans hafi stefnt að því að nota Falson & Co, aflandsfélag sem skráð á Seychelles-eyjum og fjallað var um í Panama-skjölunum, til þess að fjárfesta í Miami í Bandaríkjunum. Fór Bjarni sjálfur til Miami þar sem hann fékk kynningu á verkefni sem hann stakk upp á því að hann og viðskiptafélagar hans myndu fjárfesta í, í gegnum Falson. „Er í Nicaragua á vegum þingsins. Stoppaði á Miami um síðust helgi á leiðinni niðureftir. Fékk kynningu á mjög spennandi díl. Spurning hvort við eigum að skoða hann saman í Falson. Þetta er á algjörlega brjáluðum stað neðst á South Beach,“ skrifar Bjarni til viðskiptafélaga að því er RÚV greinir frá. Þegar Bjarni útskýrði tilgang Falson & Co eftir að greint var frá því að þrír ráðherrar ættu eða tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum sagði hannn að eini tilgangur félagsins hafi verið að halda utan um fastiegn í Dúbaí. Í gögnunum kemur fram að Bjarni hafi notað tölvupóstfang sitt hjá Alþingi til þess að eiga í samskiptum aðila út í Bandaríkjunum í tengslum við málið. Aðspurður um hvort að eðlilegt geti talist að þingmaður noti netfangt sitt hjá alþingi í slíkum samskiptum sagði Bjarni að margir könnuðust ef til vill við það að fá erindi í gegnum vinnupóstinn, að því er kemur fram á vef RÚV. Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. 6. október 2017 19:07 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokkurinn var í miklum samskiptum við lykilmenn hjá Glitni frá 2003 fram yfir hrun 2008 í gegnum netfang sitt hjá Alþingi sem og hjá BNT hf. þar sem hann var stjórnarformaður.Þetta kemur fram í gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum. Bjarni var þingmaður á þessum tíma en segir að samskiptin hafi verið eðlileg. Í frétt RÚV segir einnig að samkvæmt skýrslu sem KMGP hafi unnið fyrir slitastjórn Glitnis í lok árs 2008 hafi Fjármálaeftirlitið skilgreint þá sem komu að undirbúningi þjóðnýtingar Glitnis sem innherja. Voru þar meðal annars þingmenn, embættismenn og ráðgjafar og var nafn Bjarna þar á meðal. Þá segir einnig að þau gögn sem RÚV hafi undir höndum bendi ekki til þess að slitastjórn Glitnis hafi talið að Bjarni hafi framið lögbrot með viðskiptum sínum en greint hefur verið frá því að Bjarni hafi tekið 50 milljónir út úr sjóði 9 dagana fyrir hrun hinn 8.október 2008. Á meðan þau samskipti sem fjallað er um á RÚV áttu sér stað var Bjarni þingmaður. Í samtali við RÚV segir hann að miðað við stöðu hans sem stjórnarformaður í félagi sem átti í miklum viðskiptum við Glitni sé ekkert óeðlilegt við að hann hafi átt í samskiptum við bankann. „Svo lengi sem menn geta ekki bent á neitt óeðlilegt í samskiptunum sjálfum þá er ekkert nýtt í þessu,“ segir Bjarni í samtali við RÚV um þessi samskipti.Fékk kynningu á „spennandi díl“ fyrir Falson Í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum kemur einnig fram að Bjarni og viðskiptafélagar hans hafi stefnt að því að nota Falson & Co, aflandsfélag sem skráð á Seychelles-eyjum og fjallað var um í Panama-skjölunum, til þess að fjárfesta í Miami í Bandaríkjunum. Fór Bjarni sjálfur til Miami þar sem hann fékk kynningu á verkefni sem hann stakk upp á því að hann og viðskiptafélagar hans myndu fjárfesta í, í gegnum Falson. „Er í Nicaragua á vegum þingsins. Stoppaði á Miami um síðust helgi á leiðinni niðureftir. Fékk kynningu á mjög spennandi díl. Spurning hvort við eigum að skoða hann saman í Falson. Þetta er á algjörlega brjáluðum stað neðst á South Beach,“ skrifar Bjarni til viðskiptafélaga að því er RÚV greinir frá. Þegar Bjarni útskýrði tilgang Falson & Co eftir að greint var frá því að þrír ráðherrar ættu eða tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum sagði hannn að eini tilgangur félagsins hafi verið að halda utan um fastiegn í Dúbaí. Í gögnunum kemur fram að Bjarni hafi notað tölvupóstfang sitt hjá Alþingi til þess að eiga í samskiptum aðila út í Bandaríkjunum í tengslum við málið. Aðspurður um hvort að eðlilegt geti talist að þingmaður noti netfangt sitt hjá alþingi í slíkum samskiptum sagði Bjarni að margir könnuðust ef til vill við það að fá erindi í gegnum vinnupóstinn, að því er kemur fram á vef RÚV.
Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. 6. október 2017 19:07 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni segist ekki hafa búið yfir trúnaðargögnum um Glitni Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda. 6. október 2017 19:07