Ferðamaðurinn sem lést á Sólheimasandi var dökkklæddur og sneri baki í bílinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 11:30 Enginn aðstaða er við þjóðveginn yfir Sólheimasanda fyrir bíla en þar leggja ferðamenn í röðum við vegkantinn. Stöð2 Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið. Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Ferðamaðurinn sem lést á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi á síðasta ári gætti ekki að sér, samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RÚV sagði fyrst frá. Samkvæmt skýrslunni var maðurinn dökkklæddur og án endurskinsmerkja á veginum í myrkri. Sneri hann baki í bílinn sem ekið var vestur suðurlandsveg. Lögreglu barst tilkynning um slysið þann 18. september 2016 klukkan 22.55.Stóð á veginum Vettvangur slyssins var ómerktur ferðamannastaður en eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er bílastæði ekki til staðar og ferðamenn leggja þar utan vegar. Segir í lýsingu á slysinu í umræddri skýrslu: „Að kvöldi 17. september 2016 var 9 manna hópur erlendra ferðamanna ásamt erlendum leiðsögumanni sínum á vesturleið um Suðurlandsveg á tveimur bifreiðum. Það var myrkur og vestlægur vindur um 10 m/s. Til móts við veginn niður á Sólheimasand var bifreiðunum lagt norðan Suðurlandsvegar og samkvæmt ferðamönnunum steig leiðsögumaðurinn út úr bifreiðinni til að líta til vegar. Á sama tíma var Volkswagen Polo bílaleigubifreið ekið vestur Suðurlandsveg.“ Kemur fram í skýrslunni að auk ökumanns hafi verið einn farþegi í framsæti og var hann sofandi, báðir erlendir ferðamenn. „Skyndilega sá ökumaðurinn mann standa við veginn og tveimur til þremur sekúndum seinna sá hann annan mann standa á veginum og snúa baki í akstursstefnu bifreiðarinnar. Var það staðfest við rannsókn málsins. Kvaðst ökumaðurinn hafa hemlað en ekki náð að sveigja frá og ekið á manninn. Maðurinn lenti vinstra megin á vélarhlíf bifreiðarinnar, kastaðist síðan af bílnum og út fyrir veg. Við slysið hlaut hann banvæna fjöláverka. Hinn látni var í bláum vindjakka yfir svartri peysu og í svörtum buxum. Engin endurskinsmerki voru á fatnaðinum.“Vísir/Loftmyndir ehf.Ók undir hámarkshraða Hinn látni lést á slysstað vegna áverka sinna en niðurstöður krufningar staðfestu að hann hafi snúið baki í bifreiðina þegar slysið varð. Bæði ökumaður og farþegi í bílnum voru spenntir í öryggisbelti og hlutu engin meiðsli. „Samkvæmt frásögn ökumanns taldi hann sig vera á um 90 km/klst hraða. Niðurstöður hraðaútreiknings benda til þess að hraðinn hafi verið um 88 km/klst.“ Hámarkshraðinn á þessum vegakafla var lækkaður niður í 70 km/klst eftir banaslysið.
Tengdar fréttir Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17 Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Maðurinn sem lést á Suðurlandsvegi var að skima eftir norðurljósum Maðurinn var frá Kína og fæddur árið 1971. 19. september 2016 11:17
Banaslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg í gær. 18. september 2016 08:48
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent