Innlent

Hluti miðbæjar Reykjavíkur án rafmagns

Birgir Olgeirsson skrifar
Orkuveitan glímir við háspennubilun.
Orkuveitan glímir við háspennubilun. Mynd: Reykjavíkurborg
Hluti miðbæjar Reykjavíkur er rafmagnslaus vegna háspennubilunnar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að bilunarinnar varð vart um fjögur leytið í dag en vonast er til að rafmagn verði komið á innan stundar.

Samkvæmt upplýsingum Vísis er meðal annars rafmagnslaust á Laugavegi og í nágrenni við hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×