Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi og lögregluyfirvöld greina mikla aukningu í fíkniefnabrotum, mansali og vændi. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við hittum líka skipuleggjendur Vökunnar, sem býður ungu fólki á tónleika fyrir að taka af sér sjálfur fyrir utan kjörstaði og birta þær á samfélagsmiðlum. Yfirkjörstjórn hefur bannað gjörninginn en Vakan segir það tvískinnung, enda séu ekki gerðar athugasemdir við að flokkarnir keyri fólk á kjörstað.

Loks hittum við börn á leikskólanum Jörfa, en þau fengu í dag afhent fyrsta eintak bókarinnar Fjölskyldan mín, sem ætlað er að fagna fjölbreytileikanum í fjölskyldum nútímans. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×