Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 13:32 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað. Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, dauð og ómerk. Þá eru blaðamennirnir fjórir einnig dæmdir til að greiða tveimur mönnum miskabætur vegna frétta um hið svokallaða Hlíðamál. Forsaga málsins er að í nóvember árið 2015 greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Fjórum fréttamönnum á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, var stefnt vegna málsins. Það voru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.Málinu áfrýjað Mennirnir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða hvorum um sig tólf og hálfa milljón vegna ummæla sem þeir töldu ærumeiðandi. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en fréttamennirnir eru þó allir dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur. Nadine Guðrún Yaghi var dæmd til að greiða hæstu bæturnar, eða hvorum manninum um sig 700 þúsund krónur. Þórhildi Þorkelsdóttur var gert að greiða öðrum manninum 100 þúsund krónur en hinum 200 þúsund krónur. Heimi Má Péturssyni og Stefáni Rafni Sigurbjörnssyni var báðum gert að greiða hvorum manninum um sig 50.000 krónur. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, segir að málinu verði áfrýjað. „Þetta er sorgleg niðurstaða og enn ein aðförin að fjölmiðlum í þessu landi og blaðamannastéttinni. Í dómnum er gengið alltof langt í að takmarka umfjöllun af rannsóknum í kynferðisbrotamálum. Ég er ósammála því, að það megi ekki fjalla um kynferðisbrot, sem eru til rannsóknar. Við munum áfrýja þessu máli,” segir Kristín.Uppfært:Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem í upphaflegri útgáfu hennar stóð að fréttamennirnir hefðu verið sakfelldir. Rétt er að segja að þeir hafi verið dæmdir og hefur þetta nú verið lagað.
Fjölmiðlar Hlíðamálið Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira