Fá leyfi til framkvæmda við Minden til að ná í fjársjóðskistuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2017 16:33 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00