Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 18:45 Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira