Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram Hersir Aron Ólafsson skrifar 15. október 2017 19:00 45 manns á vegum Göngum saman eru nú í New York. Gunnhildur Óskarsdóttir Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira