Íslenski boltinn

Andri og Mayor best | Agla og Alex efnilegust

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri með uppskeru sumarsins. Gullskór og hornið góða fyrir að vera leikmaður ársins.
Andri með uppskeru sumarsins. Gullskór og hornið góða fyrir að vera leikmaður ársins.

Pepsi-deildunum er lokið og KSÍ nýtti tækifærið og verðlaunaði um helgina þá leikmenn sem sköruðu fram úr.

Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason og Þór/KA stúlkan Sandra Stephany Mayor voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna en þau voru einnig markakóngar. Skoruðu bæði 19 mörk í sumar.

Stjörnufólkið Alex Þór Hauksson og Agla María Albertsdóttir voru valin efnilegust.

Gunnar Jarl Jónsson var svo valinn dómari ársins í Pepsi-deild karla og Bríet Bragadóttir í Pepsi-deild kvenna.

Mayor í leik gegn Blikum í sumar. vísir/eyþór


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.