Verslunarferð breyttist í óvænta hringferð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. október 2017 06:00 Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðssonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðvikudag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suðausturlandi. Ásdís segir að uppákomuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu annars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði líklega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akureyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðginin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kílómetrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvöruna sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Það sem átti að verða skottúr mæðginanna Ásdísar Gunnarsdóttur og Eyþórs Sigurðssonar í verslanir frá Hofi í Öræfum til Hafnar í Hornafirði á miðvikudag í síðustu viku endaði óvænt í um 1.300 kílómetra hringferð um landið vegna vatnavaxtanna á Suðausturlandi. Ásdís segir að uppákomuna hafi reynst lán í óláni því úr hafi orðið fínasta skemmtiferð með syninum, sem þau hefðu annars ekki farið. „Á heimleið frá því að útrétta á Höfn komum við að Hólmsá á Mýrum þar sem vatnið var farið að flæða yfir veginn. Þar stoppuðu menn frá Vegagerðinni okkur og bönnuðu okkur að fara yfir. Samt voru bílar að koma að vestan þar sem ekki var búið að loka á umferð þaðan,“ segir Ásdís í samtali við Fréttablaðið. Eftir að að hafa beðið um stund ákváðu þau því að snúa aftur austur á Höfn. Um kvöldið fréttu þau að vegurinn yrði líklega ekki opnaður aftur fyrr en eftir nokkra daga og voru þá góð ráð dýr. Tóku þau ákvörðun um að gista hjá frændfólki á Höfn og leggja á hringveginn heim árla fimmtudags. „Við gátum ekki verið að bíða á Höfn marga daga svo við lögðum af stað klukkan 6 næsta morgun, héldum austur og keyrðum sem leið liggur.“ Eftir stopp á Egilsstöðum var næsti viðkomustaður Mývatn og síðan haldið í einni beit til Akureyrar, þangað sem þau voru komin um hádegi. Á Sauðárkróki tóku þau eldsneyti og skoluðu af bílnum og héldu ferðalagi sínu áfram. „Svo stoppuðum við ekki fyrr en við komum til Reykjavíkur. Um kvöldið vorum við komin til dóttur minnar í Hveragerði þar sem ég gisti. Þá vorum við búin að keyra um 1.000 kílómetra frá Höfn til Hveragerðis á einum degi,“ segir Ásdís um ferðalagið mikla. Þá voru eftir um 300 kílómetrar heim að Hofi. Á þriðja degi frá því að mæðginin lögðu af stað í verslunarferð til Hafnar og rúmlega 1.300 kílómetrum síðar skiluðu þau sér loks heim að Hofi á laugardaginn. Fyrir forvitna þá segir Ásdís að matvöruna sem hún keypti á Höfn ekki hafa sakað. Hún vill því síður en svo kalla þessa löngu verslunarferð hremmingar. „Þetta endaði í skemmtiferð sem maður hefði nú sennilega ekki farið neitt fljótlega. Það má því alveg segja að þetta hafi verið lán í óláni og endað vel.“ mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08
Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59
Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Vatnavextir valda búsifjum í ferðaþjónustu og landbúnaði á Suðausturlandi. Bændur óttast miklar skemmdir á túnum. 30. september 2017 06:00