Áratugur frá Facebook Benedikt Bóas skrifar 6. október 2017 08:00 Einar Bárðason átti átta vini þegar greinin var skrifuð fyrir rúmum áratug. Nú telur vinafjöldinn hans um fimm þúsund manns. "Ef menn eru með dónaskap í ummælum á mínum vegg eða ganga fram af mer með einum eða öðrum hætti þá blokkera ég menn alveg hiklaust. Málfrelsi nettrölla er því alls ekki tryggt hjá mér.“ Vísir „Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
„Ég datt inn á Facebook fyrst þar sem breskur plöggari sem var að vinna fyrir mig vildi sýna mér eitthvað sem einhver hafði póstað og til þess að ég gæti séð það þá greip hann tölvuna og stofnaði mig í raun og veru á Facebook vorið 2007 að mig minnir,“ segir Einar Bárðarson, einhver þekktasti umboðsmaður Íslands og núverandi eigandi ráðgjafafyrirtækisins Meðbyrs. Einar var einn þeirra sem voru taldir upp og voru skráðir á hinn nýja vef Facebook í grein sem birtist í Fréttablaðinu þennan dag fyrir tíu árum. Þá átti hann átta vini. Þeim hefur eitthvað aðeins fjölgað síðan þá. Um sjö þúsund Íslendingar voru skráðir á vefinn þegar greinin var skrifuð. „Facebook er eins og margir vita heimasíða þar sem hægt er að sanka að sér „vinum“ úr öllum áttum bæði með því að finna gamla félaga og stofna til nýrra vinasambanda,“ sagði meðal annars í greininni. „Fyrstu árin notaði ég Facebook eingöngu sem markaðstæki og PR tól og samþykkti allar vinarbeiðnir en svo komst ég að því einhvern tíma 2009 eða 2010 að Zuckerberg vildi ekki leyfa manni að „eiga“ fleiri en 5.000 vini og þá breytti ég aðeins stefnunni,“ segir Einar en hann grisjaði smá af vinalistanum sínum og henti þeim út sem hann þekkti ekki. „Síðustu ár hef ég tekið þá stefnu að vera bara jákvæður og uppbyggilegur. Ég er meira að segja hættur að vera kaldhæðinn. Þetta er eiginlega of stór „kaffistofa“ fyrir mína kaldhæðni,“ segir hann kíminn. Í greininni kemur fram að Facebook virðist almennt eiga upp á pallborðið hjá leikurum og leikkonum því þær María Heba Þorkelsdóttir og Tinna Lind Gunnarsdóttir, eiginkona Garðars Thórs, séu með sitt „eigið svæði“ eins og það er kallað. Þá telst það til tíðinda að Klara Ósk Elíasdóttir sé eina Nylon stúlkan sem sé skráð á vefinn. Einar segist nú deila ýmsu úr prívatlífi sínu og jafnvel ef hann upplifi eitthvað skemmtilegt sem hann langar til að deila með öðrum. „En ég hef aldrei þegið greiðslur eða vörur eða neitt slíkt fyrir neitt svoleiðis. Ég deili bara þegar ég fæ góða tilfinningu fyrir einhverju og reyni að vera samkvæmur sjálfum mér í því. Ég deili því sem ég er að gera eða fylgjast með í áhugamálunum, hjólum og tónlist og einstaka vinnutengdum verkefnum en það er sjaldnar. Svo kemur fyrir að ég monta mig af konunni eða börnunum og leita mér aðstoðar eða upplýsinga um allt frá uppskriftum í hvar sé hægt að fá viðgerð á fatnaði og varahluti í græjur.“ Einar segir að kaldhæðnisútrásin fái að rasa út á Twitter, það listræna á Instagram en hið dagsdaglega á Facebook. „Bullarinn er svo á Snappchat,“ segir hann.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira